Goðasteinn - 01.09.1988, Qupperneq 57
Helga síðustu ábúendur þar. Auður var aldrei í búi þeirra en gestum
og gangandi veitt af rausn.
Árið 1909 var þrennt í heimili sr. Þorsteins í Krosshjáleigu: séra
Þorsteinn 57 ára, Halla ráðskona 38 ára og Benedikt, uppeldissonur
sr. Þorsteins, 14 ára.
Árið 1910 er Lundur kominn til sögu og sama heimilisfólk. Næsta
ár, 1911, aukast umsvif nokkuð. Þá er heimilisfólk auk þeirra
þriggja, Sigurjón Pálsson vinnumaður 24 ára, Guðfinna Guð-
mundsdóttir vinnukona 45 ára og Ingibjörg Gísladóttir 58 ára. 1912
er Sigurjón farinn en að öðru leyti óbreytt. Árið 1913 er heimilis-
fólkið orðið 9 talsins. Guðfinna og Ingibjörg eru enn á Lundi, en
nú er kominn vinnumaður eða ráðsmaður, Gunnar Sigurðsson og
konuefni hans Guðbjörg Kristjánsdóttir. Bjuggu lengi á Fornu-
söndum undir Eyjafjöllum. Þá er að nefna Sigurð Einarsson og
Helgu Einarsdóttur, hún 73 ára skráður „ómagi” og Sigurður 67
ára. Þau munu hafa búið í Fagurhól. Loks er að nefna Ingibjörgu
Gísladóttur „húskonu” síðar í Oddakoti.
1914 er enn sama fólk, nema Ingibjörg er farin, en í staðinn kemur
Þorsteinn, sonur Gunnars og Guðbjargar.
Á manntali 1915 er Sigríður Sveinsdóttir, dóttir Höllu bústýru,
komin að Lundi. Helga er horfin af manntali, líklega dáin, en nú
er Eiríkur Eiríksson kominn, ráðsmaður 25 ára, dugnaðarmaður.
1916 er sú ein breyting að Sigurður er horfinn af manntalinu. 1919
er sr. Þorsteinn skráður „pastor emeritus” þ.e. uppgjafaprestur, 67
ára, Halla bústýra, 53 ára, Sigríður og vinnumenn Benedikt og
Eiríkur, óbreytt 1920.
Árið 1921 er Eiríkur farinn frá Lundi. í hans stað er kominn
Bergsteinn ísleifsson vinnumaður eða ráðsmaður. Guðfinna
Guðmundsdóttir er komin aftur, 61 árs að aldri.
1923. Þetta er síðasta ár sr. Þorsteins á Lundi, en hann andaðist
næsta vor. Benedikt Einarsson, fóstursonur sr. Þorsteins, mun hafa
verið orðinn blindur um þessar mundir. Þetta ár kom Þorgrímur
Brynjólfsson að Lundi, þá 13 ára, nú kaupmaður í Reykjavík.
í fardögum 1925 hætti Halla búskap. Hún er þá skráð prests-
ekkja líklega af tillitssemi sr. Jóns Skagan, til þess að hlutur hennar
yrði ekki fyrir borð borinn við skipti.
Goðasteinn
55