Goðasteinn - 01.09.1988, Page 58
Björgvin Vigfússon,
sýslumaður:
Fyrirlestur
um ljós
„Ljós, meira ljós” mælti Goethe þegar hann kvaddi þennan
heim. Sist að furða á þeim tíma árs þegar skammdegismyrkrið
grúfir yfir og sólin eins og skammtar úr hnefa birtu sína, þótt oss
verði eins og ósjálfrátt á að minnast eða taka oss í munn þessi and-
látsorð hins mikla skálds.
Það er ekki síður eðlilegt að vér, eftir að hafa staulast hingað í
myrkrinu, alltaf á nálum um að fótur mundi hrasa og slys af verða,
segjum eins og í hrifningu, er vér komum inn í þennan ljósum
prýdda sal, „ljós, meira ljós.”
Hugsum oss t.d. muninn á því að vér kæmum hingað inn og
sæjum týru frá grútarlampa eða einu kertisskari. Það er mikill
munur og þó höfum vér, sem eldri erum, upplifað þetta í okkar eigin
híbýlum, á jólunum, á sjálfri ljósahátíðinni. Þetta viðhorf, þessi
samanburður kemur mér til að minnast nokkrum orðum á tvennt:
Ljósabúnað Islendinga á liðnum tíma og ljósþörf eða ljóskröfur
vorar, sem hér búum á komandi tímum.
Það er ekki meira en hálf öld eða 50 ár síðan að ekki sáust í sveita-
baðstofum önnur ljós eða ljósáhöld en kolur og lýsislampar og
máske nokkur kerti á tillidögum.
Nokkrum árum áður voru og óþekktir í baðstofum víða aðrir
gluggar en hinir svonefndu skjágluggar eða skænisgluggar, og voru
þeir lítið stærri en lófi manns.
í gegnum þessa glugga hafa menn sennilega aldrei séð sólina, svo
að kalla mætti. Mér dettur í hug vísuorðið skáldsins: „Seint kemur
56
Goðasteinn