Goðasteinn - 01.09.1988, Qupperneq 61
Að því búnu mættum og ættum vér að bæta við 100 til 200
krónum, sem fullkomlega mundu innvinnast við það sem heimilis-
verkin, inniverkin allan árstímann, þó einkum að vetrarlagi mundu
vinnast betur og fljótar en ella og fyrir alla þá heilbrigði, sem aukið
ljósmagn og aukinn hiti mundi veita inn í heimilið.
í Noregi þykir 200—300 krónur fyrir hestaflið ekki dýrt. Það
væri það heldur ekki hjá oss með tilliti til þess að meðalkvenmanns-
verk yfir árið kostar búandi mann 500 til 600 krónur að meðtöldu
fæði, ekki minna, en hestafl fossins þarf ekki að éta.
Ég get nú hugsað mér að einhver vildi segja: „Mikil er trú þín á
Túngufossi og víðar er Guð en í Görðum, til eru fleiri fossar en
hann.” „Veit ég það, Sveinki,” mundi ég svara, „til voru bæði dvergar
og jötnar og eru það enn, í fossalíki, en þótt hvorttveggja, bæði
dvergar og jötnar, kunni að vinna jafnvel og jafntryggt sem aldrei
getur þó orðið, þegar mismunandi vatnshiti kemur til greina, þá tel
ég það gefið að jötuninn hlýtur að vinna margfalt við dverginn, en
vinnukostnaðurinn þó fara minnkandi nokkuð í hlutfalli við
minnkandi hestöfl, er tekin yrðu til notkunar, en það þýðir að verk
jötunsins getur orðið kaupendum mikið ódýrara en vinna
dvergsins.
Þetta verður nokkuð hliðstætt og með góðu kúna sem mjólkar
oss helmingi meira en önnur lakari, en þurft hennar færi þó ekki
fram yfir þriðjung af þurft hinnar og hirðing og húsrúm hið sama.
Og í öðru lagi þetta: Hver yrði afleiðing af því að nokkrir vildu
taka sig út úr og fremur nota dverginn? Það gæti orðið til þess að
jötuninn yrði hinum ofurefli við að eiga og að þeir fyrir þá sök yrðu
nauðugir, viljugir að halda áfram að búa í myrkrinu, ættu þó allir
sammerkt í því að vilja „ljós, meira ljós!’
Já, allir þurfum við ljóssins með, en hér þarf á bróðurhuga að
halda. Með bróðurhug verðum vér nánustu nágrannar fossins að
mynda félag með því markmiði að veita rafmagninu inn á hvert
einasta heimili á því svæði er félagið nær yfir, þegar vér vitum hvað
vér getum og viljum og síðan eigum vér að halda útbreiðslunni
áfram austur, suður og vestur, þar til allur kraftur fossins til ljóss
og hita er beislaður, því það er Guðs vilji að vér notum hans gjafir
til uppbyggingar á skynsamlegan hátt.
Goðasteinn
59