Goðasteinn - 01.09.1988, Síða 64
Dagmálafjalli um Steinkross endi í Hvítárholti í Árnessýslu. Öll
þessi fræði Einars eru svo nýstárleg og óræð að erfitt er að fá fót-
festu á því hála svelli, en vissulega eru þessi skrif merkileg og allrar
athygli verð.
Þó margt sé skarplega skrifað í fræðum Einars Pálssonar, breytir
það ekki þeirri staðreynd, að staðfræði Njáluhöfundar er örugg og
rétt í öllum megin atriðum. Og ég vil spyrja. Hvers vegna getur
Njálssaga ekki verið sönn atburðasaga í öllum aðalatriðum? Gátu
sagnir um liðna atburði ekki geymst, sem arf- eða ættarsögn? Var
mönnum ekki metnaðarmál að geyma og rifja upp hreysti og
frægðarsögur af forfeðrum sínum og láta þær geymast þannig og
ganga til næstu kynslóðar? Og vissulega hlutu þær að breytast með
árum og öldum eftir því hvernig sögumaður sagði frá. En víkjum
nú að staðfræði Njálu.
Komið hafa fram raddir um það að Njála geti ekki verið skrifuð
af Rangæingi eða manni, sem þekkti af eigin raun alla staðhætti í
Rangárþingi, til þess sé staðfræði bókarinnar allt of óákveðin og
jafnvel röng. Þar tala menn, sem sjálfir eru varla nógu fróðir um
það atburðasvið, sem um getur í þessari merku bók. Ég tel að stað-
fræði Njálu og lýsingar á ferðum manna um Rangárhérað og víðar
sanni næstum ótvírætt að Njála sé skrifuð af manni, sem er gjör-
kunnugur í Rangárþingi. Þetta er ekki sagt að óathuguðu máli og
vil ég því draga hér fram nokkur dæmi, máli minu til stuðnings og
mun ég þá fyrst nefna Fiskivötn. Ýmsir, sem um þau hafa skrifað
og leið þá, sem Flosi fór til brennunnar á Bergþórshvoli telja, að þar
skjóti mjög skökku við um rétta frásögn, svo langt úr leið séu Fiski-
vötn að óhugsandi sé að Flosi, með menn sína hafi tekið þann krók,
sýnast þessir menn þá hafa Veiðivötn á Landmannaafréti í huga. í
Njálu segir orðrétt: „Þeir riðu vestur til Skógahverfis og kvámu í
Kirkjubæ. Flosi bað alla menn koma til kirkju og biðjast fyrir.
Menn gerðu svo. Síðan stigu þeir á hesta sína og riðu upp á fjall og
svo til Fiskivatna og riðu nokkuru fyrir vestan vötnin og stefndu svo
austan á sandinn — létu þeir þá Eyjafjallajökul á vinstri hönd sér
- og svo ofan í Þórsmörk og svo til Markarfljóts og kvámu um nón-
skeið annan dag vikunnar á Þríhyrningshálsa og biðu þar til mið-
aftans.” Hér líkur tilvitnun í Njálu.
62
Goðasteinn