Goðasteinn - 01.09.1988, Page 66
þótt náttúruöflin hafi gert sitt til að þurrka þau út af ásjónu
landsins.
Næst er að geta um fyrirsátina við Knafahóla og bardagann við
Rangá og sýnist þar sitt hverjum um þann fund þar sem Hjörtur
Hámundarson, bróðir Gunnars féll fyrir Þóri austmanni úr Sand-
gili og hafa sumir talið, að hér sé eitt dæmið um það að höfundur
Njálu hafi ekki þekkt staðhætti þar. Njála segir þannig frá: „Sér þú,
frændi mörg spjót koma upp hjá hólnum og menn með vopnum?”
„Ekki kemur mér það að óvörum” segir Gunnar „að draumur minn
sannist.” „Hvað skal nú til ráðs taka” segir Kolskeggur. „Ég get, að
þú vilir eigi renna undan þeim” „Ekki skulu þeir að því kunna að
spotta” segir Gunnar „en ríða munum vér fram að Rangá í nesið,
þar er vígi nakkvart” Riðu þeir nú fram í nesið og bjuggust þar við!’
Hér likur tilvitnun.
Ýmsum hefur þótt hér skeyta nokkuð skökku við um frásögn og
staðhætti. Knafahólar séu langt frá Rangá og nes ekki á þeim stað,
sem um getur í Njálu. Frá Knafahólum að Rangá eru um tveir til
þrír km eða sem svarar átta til tíu mínútna reið og má segja að að
sé ekki langt seilst til að fá allgott vígi. Hvort sem hér er rétt sagt
frá eða ekki er það víst að bardagi hefur verið háður við Rangá á
þessum stað, það er, hjá Gunnarssteini, það sanna forn kumbl og
munir, sem fundist hafa í kumblum þessum, má þar nefna skraut-
grip úr bronsi, sem kallast kinga. Hún var látin hanga í festi um háls
manna, framhlið hennar sýnir alskeggjað mannsandlit og er hún
talin fullkomin eftirlíking af kingu frá Norðfirði í Firðafylki í
Noregi. Maður gæti ætlað að Þórir austmaður, sem var i bardagan-
um og var þá heimamaður Egils í Sandgili hafi átt þennan grip.
Langt er síðan að mönnum var kunnugt um þessi fornu kumbl,
má geta þess að um 1780 fór Jón ísleiksson fálkafangari, sem þá bjó
í Árkvörn í Fljótshlíð út á Rangárvelli til fálkaveiða, kom hann þá
að kumblum þessum og sá þar mannabein sem voru að blása upp.
Var þar meðal annars beina, höfuðskel af manni, ærið stór. Sögn
lifir um það að síðar hafi Jón dreymt eiganda hennar og var það
Þórir austmaður, banamaður Hjartar bróður Gunnars. Fleiri gripir
fundust í kumblunum við Rangá, sem eru tvö. Auk kingunnar, sem
getið er hér að framan má nefna hestfjötur úr járni, sem er mjög
64
Goðasteinn