Goðasteinn - 01.09.1988, Síða 67
sérstæður gripur að allri gerð, beinhólk úr stórgripslegg, sem á
engan sinn líka grafinn hjartarmyndum af miklum hagleik ásamt
mynd af tré, sem gæti táknað Ask yggdrasils.
Vík ég þá aftur að orðalagi Njálu um nesið við Rangá. Nú vita
það allir, sem þekkja staðhætti hjá Gunnarssteini, að þar er ekki um
neitt nes að ræða í venjulegum skilningi, en hitt má benda á að sú
málvenja hefur lifað í Rangárþingi um aldir og jafnvel allt frá land-
námstíð að kalla láglendi meðfram vötnum nes, má þar minna á orð
Landnámu um landnám Ásgerðar Asksdóttur. Hún nam Langanes
allt upp til Jöldusteins, það er það land, sem nú heitir Merkurnes,
upp með Markarfljóti að sunnan. Fleiri nöfn af sama toga mætti
nefna, svo sem Hofsnes og Vallarnes við Eystri-Rangá og Grafarnes
við Hróarslæk, sem öll eiga það sameiginlegt að vera ekki nes i
venjulegum skilningi. Þegar þessi staðreynd er höfð í huga, tel ég
að frásögn Njálu sé í alla staði rétt hvað viðkemur þessu atriði.
Þá vil ég víkja nokkrum orðum að Holtsvaði. Njála segir að
öllum, sem þátt tóku í leitinni að Flosa og brennumönnum, eftir
brennuna á Bergþórshvoli hafi verið stefnt til Holtsvaðs. Hvar var
þetta Holtsvað? spyrja menn, um það eru ekki allir á sama máli.
Vað á Rangá hjá Hestaþingshól i Hvolhreppi hafa sumir talið vera
Holtsvað, aðrir telja vað þetta vera viðÁrholtið, austur frá Keldum
á Rangárvöllum og færa ýmis rök til. Þá eru enn aðrir, sem telja
Holtsvað hafa verið á Fiská suð-vestur af Reynifellsöldu á Rangár-
völlum og halda því fram að hið forna býli, sem var þar undir
Öldunni hafi verið Holt, bær Höskuldar Njálssonar og enn aðrir
segja að vað þetta hafi verið á Þjórsá nálægt Árnesinu eða niður
frá Þrándarholti í Gnúpverjahreppi.
Mín tilgáta er sú að Holtsvað hafi verið á Þverá hjá Dufþaksholti
í Hvolhreppi, sömu skoðunar var hinn ágæti fræðimaður Skúli
Guðmundsson á Keldum. Vað hefur verið á Þverá hjá Dufþaksholti
frá ómuna tíð, sá bær var stundum nefndur Holt í gömlum
skjölum.
Hafi nú menn Kára komið saman hjá þessu vaði, sem síðar var
kallað Síkisvað og bendir það til þess að þar hafi verið raunverulegt
síki er frásögn Njálu svo rétt sem verða má. Benda má á að þar
hefur verið góður hagi og gott að hvíla þreytta hesta eftir harða reið.
Goðasteinn 5
65