Goðasteinn - 01.09.1988, Side 68
Njáluhöfundur segir þannig frá: „Riðu þeir Kári nú við þetta lið
til móts við Mörð Valgarðsson og fundust þeir við Holtsvað. Var
Mörður þar fyrir með allmiklu liði. Þá skiptu þeir leitinni. Riðu
sumir hið fremra austur til Seljalandsmúla en sumir upp til Fljóts-
hlíðar en sumir hið efra um Þríhyrningshálsa og svo ofan í Goða-
land.” Hér líkur tilvitnun.
Ef við athugum nú þessa frásögn, þá er hér allt svo rétt sem verða
má ef lið þetta hefur komið saman hjá Dufþaksholti. Landfræði-
lega endar Fljótshliðin á Moshvoli í Hvolhreppi og er því rétt að
segja að menn ríði upp til Fljótshlíðar frá Holtsvaði og einnig hið
efra um Þríhyrningshálsa og ofan í Goðaland, sem í þessu tilfelli er
Þórsmörk, það er land, sem helgað er goðunum, svo sem segir í
Landnámu um landnám á Þórsmörk. Væri hér átt við vað á Rangá
hjá Velli eða hjá Árholtinu verður varla sagt að menn ríði þaðan
upp til Fljótshlíðar, eða hið efra, um Þríhyrningshálsa. Um þá til-
gátu, að Holtsvað hafi verið á Þjórsá er ekki að ræða, svo fráleit
sem hún er. Hver mundi safna saman mönnum úr austanverðri
Rangárvallasýslu, vestur að Þjórsá ef leita ætti manna, sem víst
væri að héldu austur í Öræfi?
Margt fleira mætti minna á um staðfræði Njáluhöfundar svo sem
bæina þrjá í Þórsmörk, sem víst er að þar hafa verið, það er á Stein-
finnsstöðum, Húsadal og Þuríðarstöðum. Einnig um þetta atriði
segir höfundur Njálu rétt frá.
Merkileg er frásögn Njálu af bardaga Lýtings á Sámsstöðum við
þá Bergþórshvolsmenn. I sumum handritum sögunnar er bardagi
þessi talinn við Rangá og mun það vera mislestur afritara. Þar er
eflaust um Þverá að ræða og er svo í útgáfu Valdimars Ásmunds-
sonar frá 1910. Þessi bardagi hefur sennilega verið háður suður frá
Kotmúla í Fljótshlíð, þar hefur verið vað á ánni, sem hefur verið
djúp og lygn áður en Markarfljót komst í farveg hennar. Á þessum
stað hagar svo til að Torfastaðagróf, sem áður hét Hestalækur,
hefur runnið þar skammt norðar, vestur um Kotmúla-land, það
væri þá lækur sá, sem þeir Lýtingur og bræður hans voru við. Til
fyllri skýringar vil ég tilfæra hér frásögn Njálu, en þar segir svo:
„Síðan gengu þeir þangað sem Skarphéðinn hafði heyrt manna-
málit ok sjá, hvar Lýtingur er við læk einn. Skarphéðinn hleypur
66
Goðasteinn