Goðasteinn - 01.09.1988, Qupperneq 69
þegar yfir lækinn og í melbakkann öðrum megin. Þar stóð Hall-
grimur á uppi og þeir bræður. Skarphéðinn höggur á lærið Hall-
grími, svo þegar tók undan fótinn, en þrífur Hallkel annari hendi.
Lýtingur lagði til Skarphéðins. Helgi kom þá að og brá við skildin-
um, ok kom þar í lagið. Lýtingur tók upp stein ok laust Skarphéð-
inn, ok varð Hallkell lauss. Hallkell hleypur þá upp á melbakkann
ok kemst ei á upp annan veg enn hann skýtur niður knjánum.
Skarphéðinn slæmir til hans öxinni Rimmugýgi ok höggur í sundur
í honum hrygginn. Lýtingur snýr nú undan enn þeir Grímur og
Helgi eftir, ok kemur sínu sári á hann hvor þeirra. Lýtingur komst
út á ána undan þeim ok svá til hrossa ok hleypir til þess er hann
kemur í Vorsabæ!’
Árið 1960 fannst á þessum stað, í bakkabroti við Þverá, spjóts-
oddur, sem verið hefur mikil gersemi, falurinn lagður silfri, með
mörgum geirnöglum. Ekki er ótrúlegt að spjóti þessu hafi verið
skotið af hendi í bardaga og það lent í kíl eða feni og eigandi þess
síðan flúið úr bardaganum og ekki gefist tóm til leitar og þar með
hafi þessi kjörgripur glatast. Trúlega þykir mér að um þetta vað hafi
Höskuldur Njálsson farið þegar hann vitjaði bús síns í Holti.
Eins og fyrr er að vikið, hafa sumir fræðimenn talið að bærinn
Holt hafi verið suð-vestan undir Reynifellsöldu. Væri sú tilgáta rétt,
hefði Höskuldur varla farið um garð á Sámsstöðum þegar hann reið
til bús síns, heldur austar, hjá Torfastöðum. Sennilegt þykir mér að
bær Höskuldar hafi verið að Þórunúpi, en nafnið fallið niður við
ábúendaskipti, svo sem oft átti sér stað. Örnefni er uppi i högum
á Sámsstöðum, sem kallast Höskuldarlág og var talið að Höskuldur
hefði verið þar veginn. Væri það rétt, hefði hann sennilega orðið að
leggja smá lykkju á leið sína að Þórunúpi, en betri er krókur en
kelda, mýrarsvakki, sem eflaust hefur verið vaxinn þéttu skógar-
kjarri er á þessari leið, ef beint er farið, en þurr valllendishalli ef
krókur er tekinn um Höskuldarlág og er það stórum greiðfærari
leið. Hér ber allt að sama brunni, frásögn Njáluhöfundar er rétt ef
grannt er skoðað. Margt fleira mætti tína til, sem sannar ótvírætt
að Njálssaga er skrifuð af manni, sem þekkir alla staðhætti í
Rangárþingi. Hver sá maður er ætla ég ekki að svara, ég læt aðra
um þann vanda að leysa þá gátu.
Goðasteinn
67