Goðasteinn - 01.09.1988, Side 75
á þetta, þegar hann kæmi heim að Gerðum. En það fór svo, að
þegar hann kemur inn þá gleymir hann að minnast á þetta, og er
strax byrjað að spila og spjalla hjá þessu gestrisna og greinda fólki,
og átti hann þarna skemmtilegt kvöld.
Þegar Jóhann var kominn heim og háttaður, þá man hann allt í
einu að hann hafði ekki munað eftir að minnast á lestina, sem hann
sá um kvöldið. Hann ákvað að láta verða af því.
Morguninn eftir, strax þegar hann kom á fætur, gekk hann
norður að Gerðum, sömu leið og hann fór kvöldið áður og rekur
spor sín til og frá i snjónum, því logn var og enginn snjór fallið síðan
daginn áður. Engin spor eða slóð sást eftir lestina, sem hann hafði
séð kvöldið áður. Enda rann það þá upp fyrir honum að þetta væri
engin almenn ferðamannaleið.
Þessa frásögn sagði faðir minn okkur börnunum sínum oft, og
var hann alltaf jafn undrandi á þessari sýn. Hann sagðist bæði hafa
heyrt og séð þegar skeifurnar og skaflajárnin glömruðu á frosinni
jörðinni.
Hvíti hesturinn
Á búskaparárum foreldra minna, Jóhanns og Valgerðar, voru tvö
hesthús all rúmgóð og hross voru oftast urn tuttugu. Annað hest-
húsið var að húsabaki, eins og það var kallað eða bak við íbúðar-
húsið. Þetta hús var kallað Norðurkofi, það var við hliðina á hey-
hlöðunni. Hitt hesthúsið var sunnan við kálgarðinn og var það
kallað Hólkofi. Kálgarðurinn, sem var allstór, var eins og þá tíðkað-
ist alveg upp að stéttinni. Á báðum hesthúsunum voru útveggir
snidduhlaðnir. Að innan var hiaðið úr mýrarkekkjum.
Gert var yfir með sperrum og langböndum. Týrft yfir með mýrar-
torfi. Litlir glergluggar voru á báðum stöfnum. Flór var lagður úr
blágrýtishellum eins og fjósflór. Þær hellur voru sóttar út á Rangár-
velli með leyfi landeiganda. Hellurnar voru fluttar á reiðingshestum
og hengdar í böndum á klakk.
í Hólkofanum voru fimm karmar af ýmsum stærðum og tvennar
dyr sem sneru móti vestri. Karmurinn sem var innaf suðurdyrunum
var kallaður suðurdyrakarmur. Það var reynt að hafa þann karm
auðan, til þess að geta látið þar inn hesta sem næturgestir komu á.
Goðasteinn
73