Goðasteinn - 01.09.1988, Page 76
Það mun hafa verið árið 1923 sem þetta litla atvik gerðist sem ég
ætla að segja frá.
Það var komið haust seint í október eða snemma í nóvember.
Veðrið var gott, hæg kæla, auð jörð en tjarnir ísi lagðar. Það var
í rökkrinu að systir mín Elísabet, kölluð Elsa, þá 13 ára, kom til
móður okkar og sagði: Má ég fara niður á Stórudælu að leika mér.
Þessi Stóradæla var lítil tjörn rétt sunnan við Hólkofann. Móðir
mín svaraði játandi „en vertu ekki lengi Elsa mín”. En það var föst
venja að engin af heimilisfólkinu færi frá bæ án þess að láta vita
hvert ferðinni væri heitið. Ekki leið löng stund þar til Elsa kom
aftur, hún undi sér ekki lengi þar sem hún var ein.
En þegar hún kom inn, er henni illa brugðið og mikið niðri fyrir.
Hún segist hafa orðið hrædd, því þegar hún gekk fram hjá hesthús-
inu, Hólkofanum, sá hún að suðurdyrakarmurinn var opinn og ljós
þar inni, og stór hvítur hestur stóð við stallinn.
Þetta getur ekki verið sagði pabbi. Þá svarar Elsa, „jú ég sá þetta,
það get ég svarið”. Faðir minn segir þá við bræður mína tvo: „Farið
þið og gáið að þessu,” sem þeir gerðu strax. Þeir komu fljótt aftur
og sögðu að dyrnar hefðu verið lokaðar og dimmt inni og engin
skepna þar inni. Það var ekki meira talað um þetta að sinni.
Svo var mjöltum og fjósverkum lokið og borðaður kvöldmatur
og allir nýsestir inn í baðstofu. Þá er barið að dyrum, Sigurður
bróðir minn fer til dyra og kemur inn að vörmu spori og segir að
Bjarni Sæmundsson, Eystri-Garðsauka sé kominn með hest sem
Hans póstur hafi komið með og keypt fyrir Loft Ólafsson á Hörgs-
landi á Síðu. Það eru skilaboð frá Lofti að hann biðji Jóhann í
Miðkrika að geyma hestinn þar til hann komi í næstu póstferð.
Faðir minn segir þá við bræður mína: „Farið þið með hestinn í
suðurdyrakarminn og náið þið í gott hey handa honum,” sem þeir
og gerðu. Þegar þeir komu aftur frá þessu verki sögðu þeir að þessi
hestur væri hvítur, mjög stór hestur.
Loftur flutti póstinn úr Skaftafellssýslu að Eystri-Garðsauka, þar
var pósthús og sími. Einnig kom sunnanpósturinn að Eystri-Garðs-
auka. Loftur flutti allan póstinn á reiðingshestum, í kofortum sem
sérstaklega voru smíðuð til þeirra nota.
Síðustu 12 árin áður en vötnin Þverá og Markarfljót voru brúuð
74
Goðasteinn