Goðasteinn - 01.09.1988, Page 77
og bílarnir tóku við, gisti Loftur póstur hjá foreldrum mínum í
Miðkrika. Mig minnir að það hafi verið á þriggja vikna fresti, tvær
nætur í einu. Oftast var hann með 5 hesta, en það fór eftir því hve
mikinn póst hann þurfti að flytja. Hey og hús fékk hann fyrir
hestana sína, sem honum var mjög annt um. Hestarnir hans voru
hýstir í Norðurkofanum.
Andlitið í speglinum
Það mun hafa verið á útmánuðum 1930 að við systurnar 3 vorum
einar við vinnu okkar í baðstofunni um kl. 10 að morgni. Þá kemur
pabbi inn og segir við okkur: „Ég ætla að biðja ykkur að moka út
úr hesthúsinu, Hólkofanum,” því bræður okkar voru ekki heima og
faðir minn svo veill til heilsu að ekki kom til mála að hann ynni svo-
leiðis verk.
Að svo mæltu fór hann aftur út. Við Elsa fórum strax að koma
okkur í hlifðarföt og gúmmístígvél. En Valgerður, kölluð Vala,
sagði að sér dytti ekki í hug að fara með okkur, en við þekktum það
af reynslunni að hún var bara að striða okkur og myndi koma áður
en langt um liði. Þó hún væri ekki nema 12 ára munaði mikið um
að hafa hana með, því hún var strax sem krakki mjög dugleg til allra
verka.
Þegar við Elsa vorum búnar að moka góða stund, kom okkur
saman um að fara út til þess að kæla okkur. Við hölluðum okkur
upp að hesthúsveggnum og varð litið heim og sjáum við þá að Vala
stendur inni í baðstofu við gluggann og er að greiða sér fyrir framan
spegilinn sem stóð í glugganum. Þá var annari okkar að orði: „Hún
ætlar ekki að vera illa greidd þegar hún kemur!’ En í þeim töluðu
orðum hverfur hún frá glugganum og kemur þjótandi út um bæjar-
dyrnar og í einum spretti niður kálgarðinn og til okkar. Hún er
auðsjáanlega í miklu uppnámi og segir: „Mikið brá mér, ég var að
greiða mér framan við spegilinn, þá sé ég allt í einu að andlitið á
henni Dínu á Miðhúsum er komið á mig.” Þá segir Elsa, það var
mátulegt á þig fyrir letina, að koma ekki strax með okkur. En ég
segi, „það er bara allt í lagi að hafa andlitið á henni Dínu, því hún
er bæði lagleg og myndarleg.”
Goðasteinn
75