Goðasteinn - 01.09.1988, Side 78
Það er nú sama segir Vala, „ég vil bara hafa mitt andlit.”
Og endaði þetta samtal með því að við skellihlógum allar. Síðan
drifum við okkur í moksturinn og lukum honum í sátt og samlyndi.
Þennan dag var veðrið mjög gott, logn og sólskin og alauð jörð.
Þegar komið var fram á miðjan dag, klukkan rúmlega þrjú er
barið að dyrum. Gesturinn var frú Þorvaldína Þorleifsdóttir, Mið-
húsum, kölluð Dína. Henni var boðið til baðstofu. Hún sagðist
ekkert erindi hafa annað en hana langaði að létta sér upp í góða
veðrinu. Dínu var vel fagnað enda skemmtilegur gestur, glaðvær og
ræðin. En allt of sjaldséður gestur. Kom í hæsta lagi einu sinni á ári.
Útburðir
Frásögn þessa segi ég eins og hún hefir geymst í minni mínu, en
mér sagði Elín Sigurðardóttir, fyrrum húsfrú í Eystri-Garðsauka, en
hún var systir ömmu minnar. Elín fæddist 26.06. 1841, dáin 01.09.
1935.
Systur tvær áttu heima i Hvolhreppi, fyrir minni Elínar, en þó
ekki löngu fyrr. Önnur var talin hafa kastað út sex börnum, en hin
sem Katrín hét, var vinnukona á ýmsum bæjum í Hvolhreppi. Álitið
var að hún hefði fjórum sinnum borið út börn sín. Einu hafði hún
átt að koma fyrir á íraheiði, öðru í Krókaskolum, þriðja út á
Moldum og því fjórða í Gilnamynni.
Oft var það, að fólk þóttist heyra mikla útburðarvæli á þessum
stöðum, en þó sérstaklega fyrir óveður. Eitt sinn var Katrín þessi
stödd á Kotvelli, sem gestur, og sat hún með prjónana sína. En
húsbóndinn var úti á vellinum, eitthvað að snúast við fé. Heyrir
hann þá óvenjulega hátt og ámátlegt gaul í útburðinum út á
Moldum. Þegar hann kemur heim, gengur hann snúðugt inn í bað-
stofu og segir: „Illa lætur hann á Moldunum núna, garmurinn”
Bregður þá Katrín svo, að hún kengbeygir látúnsprjónana sem hún
var með.
Það var eitt vor þegar Elín var um fermingaraldur, að hún vakti
yfir túninu, eins og þá var siður. Þessa nótt, sem hér verður sagt frá
vöktu þau í félagi börnin frá Langagerði og Brekkum, tvö frá
hvorum bæ og var Elín elst þeirra. Rétt eftir lágnættið voru börnin
76
Goðasteinn