Goðasteinn - 01.09.1988, Side 84
Eftir þetta fjallapríl mitt, þótt í draumi væri, á ég auðveldara með
að skilja þá trú Indverja, að æðstu guðir þúi í hæstu fjallatindum
og þá eru þessir guðabústaðir heilagir. Og allir vita hversu mikil
helgi hvílir t.d. yfir Himalajafjöllum í hugum Indverja. En þar sem
þessar fjallaferðir mínar voru allar farnar í draumum, hef ég aldrei
komist í heimspressuna og þar af leiðandi enga frægð hlotið.
Einn draum dreymdi mig á þessum árum, sem var allt annars eðlis
en hinir. Þar var það ekki fegurð eða hrikaleiki náttúrunnar sem um
var að ræða, heldur hrikaleiki auðs og veraldarhyggju.
Mig dreymdi að ég var í flugvél ásamt fleira fólki á leið til að
skoða óhemjustórt, nýtt, nýtísku iðnver einhversstaðar út í heimi.
Vélin lenti í útjaðri iðnversins. Fólkið tvístraðist og ég sá það ekki
meir. Ég varð þarna ein eftir. Ekki hafði ég lengi gengið þegar ég
heyri sjálfa mig segja. Guð minn góður. Hér getur enginn lifað. Hér
er allt dautt, ekkert nema steinsteypa hvert sem litið er. Ég stóð
agndofa og horfði á fyrirbærið. Þetta leit helst út eins og hér hefði
verið steypt eitt allsherjar tröllaukið plan og var lengdin miklu meiri
en breidd þess. Á annan enda þess var dreift litlum steinhúsum í
mörgum beinum röðum með jöfnu millibili. Öll voru húsin jafn-
stór, eða kannski væri réttara að segja jafn lítil. Þau voru öll
ómáluð, en með hvítum gluggapóstum, svo það var ekki laust við
að manni kæmu draugar í hug þegar skyggja tók.
Ekki var hér einn einasti grænn blettur neinsstaðar og ekkert
blóm, ekki einu sinni í glugga. Háir múrveggir voru að nokkru leiti
umhverfis verið. Á hinum enda plansins voru tröllauknar verk-
smiðjubyggingar og allt var þar innan veggja meira tæknivætt en
áður hafði þekkst.
Þarnavar framleitt flest það sem hugurinn girnist, t.d. bílar, vélar
hverskonar, búsáhöld, alls kyns fatnaður og tjóar ekki að reyna að
telja upp hér allt það sem hér var framleitt af öllu mögulegu tagi.
En þessi staður hafði þó ekki upp á neitt af þessu að bjóða íbúum
sínum. Hér sást enginn bíll, engar gardínur voru fyrir gluggum
húsanna. Hér sást enginn hlutur utan dyra og gat kannski að því
leiti talist snyrtilegt.
Hér sást enginn maður og yfirleitt ekkert kvikt, ekki einu sinni
kattarræfill ráfa á milli húsa. Síðar frétti ég að þetta með fólkið var
82
Goðasteinn