Goðasteinn - 01.09.1988, Side 85
allt eðlilegt, því hvert einasta mannsbarn vann í verksmiðjunni. Já,
vel á minnst. Þetta með börnin. Hér var ekkert barn aðeins fullorðið
fólk. Ég get ekki gefið lesandanum skýringu á því, ekki fyrr en ég
fæ skýringuna sjálf.
Mér leið illa hér, en vildi samt ekki gefast upp. Ég tók í mig kjark
og gekk áleiðis til verksmiðjunnar og álpaðist inn um fyrstu dyr sem
á vegi mínum urðu og lenti inn í einhvern vélasal þar sem verið var
t.d. að renna ýmis konar járnstykki oghávaðinn var ógnvekjandi og
allt var þetta svo stórt í sniðum að við lá að ég hörfaði til baka.
En það var þó fjarri mér að gefast upp. Ég fetaði mig áfram
lengra og lengra og setti vel á mig hvar ég fór, því ég var dauðhrædd
um að komast aldrei út úr þessum völundarhúsum. Ég fór þarna um
hvern salinn af öðrum, en fór fljótt yfir það sem ég hafði lítinn
áhuga fyrir. En þegar þar kom sem verið var að vefa forkunnar
fallega dúka úr silki og áberandi fallegu efni og alla vega rósótt og
bekkjótt herðasjöl, sem svo voru kögruð með silkiþræði, fóru
augun í mér heldur betur að stækka. Þarna eigraði ég um og gat
naumast slitið mig frá að skoða þessa fallegu og fjölbreyttu stranga
og varð hugsað til þess hversu fín ég yrði í kjól úr einu slíku efni.
Því má skjóta hér að, að oft varð mér hugsað til þessara fögru
efna þegar ég í vökunni arkaði í búðir, en sá aldrei neitt slíkt.
Mér er tíðrætt um herðasjöl og fín kjólaefni. En hér var sannar-
lega fleira að hafa. Hér voru öll möguleg efni sem nöfnum tjáir að
nefna. Svo leit ég inn í næsta sal, en var þó með það efst í huga að
komast út. En inn i þessum sal gafst á að líta. Þarna var verið að
steypa perlur og bræða gull og búa til hringa og alls kyns skartgripi
sem svo voru skreyttir demöntum og hverskyns eðalsteinum. En þó
ég ætti þá fátt slíkra gripa, vakti það ekki svo mjög athygli mína,
heldur þar sem verið var að steypa stórar gullþynnur með ýmis
konar mynstrum sem ýmist voru sjálfstæð eining eða hluti af öðru
og stærra mynstri, sem öll urðu þá að passa saman. Ég var of fáfróð
til að vita hvað ætti að gera við þetta. En það vakti mjög athygli
mína og áður en lauk skildist mér að þetta væru veggskreytingar.
Ég hafði að sjálfsögðu aldrei gengið um gulli skrýdda sali. Og þá
var sjónvarpið ekki komið til sögunnar, en svo er þvi fyrir að þakka
að ég er fróðari um þessa hluti í dag, en ég var þá. Mér fannst að
Goðasteinn
83