Goðasteinn - 01.09.1988, Page 88
takmarkalausri náttúrufegurð, og ert fær um að skilja hvað öll þessi
steinsteypa og þrælkun líkama og sálar er hræðileg og tortímandi”
(Hún hvarf mér og draumurinn varð ekki lengri.)
Svo liðu í raunveruleikanum tæp 2 ár þá dreymir mig að ég er
aftur þangað komin. Hér hafði engu verið breytt en einhvernveginn
fannst mér hrörnunarblær yfir öllu. Það var eins og í fyrra skiptið,
hér sást engin lifandi vera. Ég lagði strax leið mína niður að sjó.
Báran lék sér friðsöm, síkvik og glettin við fjörusandinn. Ég settist
á malarkambinn og horfði útá hafið. Ég hafði oft undrast hvað
hugsunin verður skýr og frjó þegar maður situr einsamall við sjó-
inn. Hugurinn flaug um víðan geim og ég velti fyrir mér ráðgátum
lifsins og tilverunnar og þóttist hafa komist að mörgum gáfulegum
niðurstöðum. Ég reif mig uppúr hugsunum minum og hélt til baka
og hitti á að sjá og heyra þegar fólkið kjagaði heim úr vinnunni.
Það var ömurleg sjón, það var hokið, bogið í baki og hálf drógst
áfram, kinnfiskasogið í andliti, augun þrútin rauð og sljó. Og sem
ég stend þarna og virði fyrir mér hryggðarmyndina stoppar hjá mér
kona og segir: „Þú ert komin afturi’ - Þá vissi ég, án þess þó að
þekkja hana, að þetta var unga konan sem ég talaði við í fyrra
skiptið. Hún reyndi að horfa á mig einbeitt á svip sínum og sljóu
augum og sagði: „Forðaðu þér héðan. Hér er helvíti, hér ríkir
mannfyrirlitning, kúgun, hatur og fjáröflunarkapphlaup.”
„Lífsgæðakapphlaup” skaut ég inní. (Hvaðan sem ég hef nú í þá
daga haft þessa setningu.) „Nei” svaraði hún, „peningar eru ekki
lífsgæði nema að litlu leiti. Hamingja verður ekki keypt fyrir
peninga, hversu miklir sem þeir eru. Það eru bæði gömul og ný
sannindi. En þar sem auðjöfrar og nurlarar ná að festast í sessi þar
snýst jú allt um peninga og einskis svifist til að afla þeirra. Þar eiga
jafnvel morð rétt á sér. Og hvað er svo gert við alla þessa peninga?
Ekki eru þeir yfirleitt notaðir til að byggja upp fagurt og gott mann-
líf. Hluti þeirra er t.d. notaður til að framleiða morðvopn til að selja
valdasjúkum og í sumum tilfellum hálfbrjáluðum þjóðarleiðtog-
um. Þarna er skjótfenginn gróði og það eitt gildir. Af hverju stafa
svo öll þessi ósköp?” hélt hún áfram. „Öll þessi ógnvekjandi mann-
vonska i heiminum og fyrirlitning á lítilmagnanum? Þú sérð hvað
hann verður alltaf undir í lífsbaráttunni vegna þess að það er
86
Goðasteinn