Goðasteinn - 01.09.1988, Page 89
traðkað á honum. Lítirðu í kringum þig og fylgist þú með heims-
fréttum hlýtur þú að sjá að engu er líkara en ótal djöflar stjórni
hlutunum en ekki menn með mannlegar tilfinningar og mannlega
skynsemi. Máski stafar þetta að einhverju leiti af því hversu margir
trúa á hnefaréttinn og mátt sinn og megin. Ég veit það ekki. En eitt
er víst að einmitt þessu fólki er gjarnt að segja að hver sé sinnar
gæfu smiður. En ég þori að fullyrða að þar sem Guð er ekki í stafni,
þar fer aldrei vel. Ég vildi að ég gæti hrópað útyfir heiminum kær-
leika, frið og frelsi öllu mannkyninu til handa, svo það mætti
bergmála i hverju mannshjarta um tíma og eilífð. „Guð blessi þig”
sagði hún, hvarf og ég vaknaði.
Ekki hugsaði ég mikið um það hvort þessir draumastaðir væru
til á jarðkringlunni, enda fannst mér það minnstu máli skipta. En
hafi svo ekki verið, er alla vega ein undantekning þar á, því að
síðasta vetrardag á nýliðnu ári (1985) skeði það þegar verið var að
sýna í sjónvarpinu þátt úr þáttaröðinni Lifandi heimar, að um skjá-
inn taka að renna myndir frá Suður-Ameríku af svæði sem ég
sprangaði um í draumi fyrir tugum ára. Ég þekkti þetta allt út og
inn. Þarna var mikil víðátta og fegurð. Þarna var t.d. röð af fossum
hlið við hlið með nokkuð jöfnu millibili. Það var fallegt að sjá
hvernig gróðurinn hékk utan á grjótinu milli fossanna. Og þarna
var regnboginn meira að segja á sínum stað yfir einum fossinum.
En ekki var þetta allt svæðið sem ég gekk um í draumnum, það var
nokkru stærra. Til þess nú að fá allar mögulegar upplýsingar um
svæði þetta hringdi ég í þýðanda og stjórnanda þessara þátta Óskar
Ingimarsson og fékk fúslega greið og góð svör. Hann sagði mér
meðal annars að vatnsfallið mikla með öllum fossunum héti ígvasú
(Iguacú) og væri á landamærum Brasilíu og Paraguay. Geta má þess
að i næsta þætti á eftir þessum kom meðal annars það sem mig
vantaði inní myndina.
Nú væri freistandi að spyrja: Hvað eru draumar? Heyrst hefur að
sumir trúi að draumar ásamt andatrú eða spíritisma séu runnin
undan rifjum kölska, hann sé að reyna að villa um fyrir fólki, æsa
það og trylla.
Tfúi hver sem vill. Væri öll sú gleði, friður og fegurð sem ég hef
notið í draumum, runnin undan rifjum hans, væri hann naumast
Goðasteinn
87