Goðasteinn - 01.09.1988, Qupperneq 97
Sýsluvegasjóðsáœtlun nemur þetta ár kr. 748.843,- Sýslusjóðs-
áœtlun er kr. 532.914,- Þetta ár veitir sýslan til Skógaskóla kr.
150.000,-
í fyrsta sinn kosin náttúruverndarnefnd: Björn Fr. Björnsson,
sýslumaður, Þórður Tómasson frá Vallnatúni og Hafliði Guð-
mundsson, Búð.
Sýslunefndin fagnar útfærslu íslenskrar fiskveiðilögsögu í 12 sjó-
mílur, og væntir þess að stjórnarvöld landsins haldi fast á rétti
íslendinga í þessu mikilsverða máli. Um leið og nefndin þakkar og
metur mikils festu og örygga framkomu íslenskra varðskipsmanna
gagnvart breskum herskipum, lítur sýslunefndin svo á, að þátttaka
íslendinga í Atlantshafsbandalaginu samræmist ekki þeim of-
beldisaðferðum, sem ein bandalagsþjóðin beitti gegn hinni íslensku
þjóð.
Kosin er skólanefnd Tónlistarskóla Rangæinga: Björn Fr.
Björnsson, sýslumaður, Birna Kristiansen, Hvolsvelli og Pálmi
Eyjólfsson, Hvolsvelli.
Arið 1960: Á þessum fundi tekur sæti í sýslunefnd Erlendur
Árnason, Skíðbakka, A-Landeyjahreppi, en Finnbogi Magnússon,
Lágafelli var þá látinn.
Ácetlun sýsluvegasjóðs nemur kr. 803.814,- Áætlun sýslusjóðs
nemur kr. 458.451,-
Fyrir lá tillaga frá Náttúruverndarráði um firðlýsingu Þjórsár-
vera, sunnan Hofsjökuls. Afgreiðsla, sýslunefndin samþykkir fyrir
sitt leyti að mæla með friðlýsingu Þjórsárvera.
Veittir styrkir m.a.:
Til sundvörslu að Laugalandi
Til tamningastöðvar Geysis að Hellu
Til héraðsbókasafns Hvolsvelli
Framlag til Skógaskóla
Til Byggðasafns
Til Þorlákshafnar
Til skógræktarmála
kr. 5.000,00
— 5.000,00
— 13.000,00
— 100.000,00
— 18.000,00
— 75.000,00
— 7.000,00
Árið 1963: Vorið 1962 var kjörinn aðalmaður í sýslunefnd fyrir
Rangárvallahrepp, Grímur Thorarensen, Hellu. Kom til starfa 1963.
Goðasteinn
95