Goðasteinn - 01.09.1988, Síða 98
Lagt var fram bréf fjármálaráðuneytis frá 20. des. 1962, þar sem
tilkynnt er að samkvæmt lögum nr. 70/1945 um fasteignamat, hafi
Páll Björgvinsson verið skipaður formaður fasteignamatnefndar.
Fundurinn kaus með honum í nefndina þá Lárus Ág. Gíslason,
Miðhúsum og Erlend Árnason, Skíðbakka.
Með vísun til laga nr. 34/1962 um breytingu á lögum nr. 41/1955,
um skólakostnað, þar sem kveðið er svo á að heimavistarskólar
gagnfræðastigs (héraðsskólar) skuli vera séreign ríkisins, ef við-
komandi sveitarfélög óska þess, lýsir sýslunefnd Rangárvallasýslu
yfir því, að hún samþykkir að afhenda sinn hluta í eign Skógaskóla
til ríkisins og rikið annist stofnkostnað og reksturskostnað frá 1.
jan. 1962. Jafnframt þykist sýslunefnd vera vís þess, að skólanefnd
starfi svo sem verið hefur skipuð a.m.k. að meiri hluta innanhéraðs-
mönnum og einnig að unglingar innanhéraðs sitji fyrir um skólavist
að öðru jöfnu. Loks þykir sýslunefnd rétt að benda á að Rangár-
vallasýsla og Vestur-Skaftafellssýsla eigi jörðina Ytri-Skóga og
kemur hún því ekki í þessu sambandi til álita. Hins vegar mun
Rangárvallasýsla skuldbinda sig til þess að láta af hendi nægilegt
landrými til héraðsskólans eftir því sem rekstur skólans og vöxtur
krefst hverju sinni, enda fer það að lögum. Samþykkt samhljóða.
Sýslunefndin samþykkir að fela oddvita sínum að kveðja til við-
ræðu fyrir næsta vor, forráðamenn allra samkomuhúsa í héraðinu
um skipulagningu á samkomuhaldi. Leitast skal við að samkomu-
hald yfirleitt, verði með meira menningarsniði en verið hefur nú um
nokkurt skeið.
Á þessum fundi samþykkti sýslunefnd að taka þátt í stofnun og
rekstri sjúkrahúss á Selfossi, sem taki til alls Suðurlandsundir-
lendis, enda náist samkomulag um hlutföll.
Sýslusjóðsáœtlun nemur kr. 885.145,- Sýsluvegasjóðsácetlun
nemur kr. 954.889,-
Árið 1965: Sýsluvegaáætlun kr. 1.277.858,- Sýslusjóðsáætlun kr.
1.415.166,-
Fjárhagsáætlun Sýslusjóðs Rangárvallasýslu 1965
Tekjur:
1. Eftirstöðvar frá fyrra ári kr. 166.766,32
96
Goðasteinn