Goðasteinn - 01.09.1988, Page 105
11. Stangveiðifélag Rangæinga................. — 25.000,00
12. Flugbjörgunarsveit A-Eyjafj............... — 25.000,00
13. Vinnumiðlun Verkalýðsfél. Rang...... — 20.000,00
14. Tónlistarskóli Rangæinga.................. — 20.000,00
15. Fjalla-Blesi (eitt skipti fyrir öll)...... — 10.000,00
16. Búnaðarsamb. Suðurlands................... — 10.000,00
17. Óviss útgjöld ............................ — 400.000,00
18. Eftirstöðvar til næsta árs................ — 319.428,83
kr. 8.154.428,83
Byggingafulltrúi sýslunnar hefur fengið lögmann til innheimtu
kröfur sínar á hendur sýslusjóði vegna skrifstofuskostnaðar 1970
og 1971.
Menntamálaráðuneytið spyr hvort ástæða sé til að koma upp
hreindýrahjörð í sýslunni. Sýslunefnd telur ekkert land aflögu í
sýslunni til beitar fyrir hreindýr, og svarar neitandi.
Kosnir í fræðsluráð Rangárvallasýslu: Jón R. Hjálmarsson, sr.
Sváfnir Sveinbjarnarson, sr. Halldór Gunnarsson, sr. Kristján
Róbertsson og Gunnar B. Guðmundsson.
Séra Sigurði Haukdal færð bókagjöf í tilefni sjötugsafmælis
hans.
Árið 1975: Situr Eggert Haukdal sinn fyrsta fund sem sýslu-
nefndarmaður Vestur-Landeyjahrepps.
Bókuð er dagskrá Þjóðhátíðar 1974:
Kl. 13.30 Lúðrasveit Selfoss leikur. Ásgeir Sigurðsson stjórnar.
Fánahylling.
Hátíðin sett.
Jón R. Hjálmarsson, form. þhn.
Guðsþjónusta. Séra Sváfnir Sveinbjörnsson próf. prédikar.
Sóknarprestar Rangárvallaprófastdæmis aðstoða. Þjóðhátíðarkór
kirkjukórasambandsins syngur. Stjórnandi Friðrik Guðni Þórleifs-
son.
Hátíðarræða. Björn Fr. Björnsson, sýslumaður.
Hátíðarljóð. Dagný Hermannsdóttir flytur.
Goðasteinn
103