Goðasteinn - 01.09.1988, Page 107
Bréf stjórnar Kvenfélagsins Bergþóru varðandi sængurkonur.
Umsögn: Nefndin telur veruleg vandkvæði á að setja fastar reglur
um bann við flutningi jóðsjúkra kvenna án ljósmóður eða læknis,
en slíkt gæti reynst tafsamt. Telja verður, að fæðandi konur verði
sjálfar að sjá fyrir þeim málum.
Ályktun: Sýslunefnd telur í verkahring heilbrigðisyfirvalda sýsl-
unnar að stjórna málefnum sængurkvenna og ber fullt traust til að
þeir sinni þeim málum sem öðrum heilbrigðismálum sýslubúa.
Árið 1977: Oddgeir Guðjónsson, Tungu, tók í fyrsta sinn sæti i
sýslunefnd fyrir Fljótshlíðarhrepp, en Sigurður á Barkarstöðum
hafði látist af slysförum.
Nú hafa þau góðu tíðindi orðið að allir reikningar sveitarsjóða
hreppanna liggja frammi endurskoðaðir.
Sýslunefndarmenn fá allir í hendur ljósritaða reikninga sýslu-
sjóðs og sýsluvegasjóðs.
Samþ. að selja Hvolhreppi 82 ha. af heimalandi Stórólfshvols og
90 ha. milli Móeiðarhvols og Rangár, eða samtals 172 ha. á kr. 18
milljónir, og þótti ýmsum verðið í lægri kanti.
Þetta var síðasti sýslufundur sem Björn Fr. Björnsson stýrði.
Hann var sýslumaður Rangæinga í 40 ár eða tímabilið 1937—1977.
Ritarar voru ýmsir. Lengi var t.d. Páll Björgvinsson ritari síðan
Þórður Tómasson i nokkur ár, en Albert Jóhannsson í Skógum
tímabilið 1977—1988.
Árið 1978: Kominn er til starfa nýr sýslumaður Böðvar Bragason
og heldur sinn fyrsta sýslufund. Grímur Thorarensen, Hellu, full-
trúi Rangárvallahrepps situr sinn síðasta fund og hættir að eigin
ósk.
Fjallað var um varnir gegn útbreiðslu búfjársjúkdóma.
Umsögn: Varnir gegn smitsjúkdómum í búfé er stórmál, sem
leysa þarf án tafar. Kemur þá fyrst í hug að fremsta víglína Rangæ-
inga er við Þjórsá og á fundi, sem formaður sauðfjársjúkdóma-
nefndar, Sigurður Sigurðarson dýralæknir boðaði alla oddvita og
formenn búnaðarfélaga í sýslunni á, til umræðna um varnir og þá
nauðsyn sem þær eru, voru varnir við Þjórsá efst á blaði. Flutning
Goðasteinn
105