Goðasteinn - 01.09.1988, Page 108
búfjár af sýktum svæðum inn í héraðið verður að telja viðsjár-
verðan.
í umræðu um málið kvöddu eftirtaldir sýslunefndarmenn sér
hljóðs: Ólafur Sveinsson, er bar fram viðaukatillögu við nefndar-
ályktun, Erlendur Árnason, Eyjólfur Ágústsson, Jón Einarsson,
Böðvar Bragason og Oddgeir Guðjónsson.
Að umræðu lokinni var viðaukatillaga Ólafs Sveinssonar fyrst
borin undir atkvæði og samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Var ályktunin þá borin undir atkvæði með áorðinni breytingu og
samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Ályktun: Sýslunefnd leggur til að bannað verði með öllu að flytja
sauðfé, geitfé og nautgripi úr Árnessýslu í Rangárhérað - nema til
slátrunar og gagnkvæmt. Einnig að takmarka, svo sem unnt er,
flutning og samgang búfjár milli sveita innanhéraðs. Sýslunefnd er
reiðubúin að leggja fram nokkurt lánsfé um stuttan tíma svo unnt
verði að hefjast handa um brýnustu varnir. Auk þess samþykkir
sýslunefnd að veita sauðfjársjúkdómanefnd á þessu ári lán úr sýslu-
sjóði að fjárhæð kr. 300.000,- til þriggja ára með venjulegum
útlánsvöxtum til þess að byggja ristar- og gönguhlið á og við þjóð-
veginn vestan Markarfljótsbrúar.
Árið 1979: Ólafur Sveinsson, sýslunefndarmaður hafði orðið
sjötugur og af því tilefni voru honum færðar að gjöf tóbaksdósir
úr silfri. Nú voru nýlega afstaðnar sveitastjórnarkosningar og
þessir menn kjörnir sem aðal- og varamenn:
Djúpárhreppur; Magnús Sigurlásson,
varamaður Yngvi Markússon.
Ásahreppur; Ólafur Guðmundsson,
varamaður Sigurður Jónsson.
Holtahreppur; Magnús Guðmundsson,
varamaður Hermann Sigurjónsson.
Rangárvallahreppur; Sigurður Óskarsson,
varamaður Sævar Jónsson.
Landmannahreppur; Eyjólfur Ágústsson,
varamaður Sigurþór Árnason.
106
Goðasteinn