Goðasteinn - 01.09.1988, Page 109
Hvolhreppur; Pálmi Eyjólfsson,
varamaður Ólafur Sigfússon.
Fljótshlíðar; Oddgeir Guðjónsson,
varamaður Árni Jóhannsson.
Vestur-Landeyjahreppur; Eggert Haukdal,
varamaður Guðjón Sigurjónsson.
Austur-Landeyjahreppur; Erlendur Árnason,
varamaður Magnús Finnbogason.
Vestur-Eyjafjöll; Ólafur Sveinsson,
varamaður sr. Halldór Gunnarsson.
Austur-Eyjafjöll; Þórður Tómasson,
varamaður Magnús Eyjólfsson.
Því komu í fyrsta sinn til starfa sem aðalmenn þeir Sigurður
Óskarsson, Hellu og Þórður Tómasson, Skógum.
Sýslusjóðsácetlun var kr. 26.925.000,- Sýsluvegasjóðsáœtlun kr.
80.960.000,-
Mættir eru á þennan fund fulltrúar sauðfjárveikivarna þeir
Sigurður Sigurðarson, dýralæknir og Sigurður Jónsson, bóndi
Kastalabrekku.
Miklar umræður urðu um málið. Síðar voru samþykktar á fund-
inum eftirgreindar tillögur:
1. Höfuðáhersla skal lögð á að styrkja varnarlínu við Þjórsá.
Girðingar skulu settar við ána, þar sem líklegt þykir að sauðfé fari
yfir hana. Ristarhlið skulu vera báðum megin þeirra brúa, sem eru
á ánni. Óheimilt er að flytja sauðfé og nautgripi yfir Þjórsá, nema
með sérstöku leyfi sauðfjársjúkdómanefndar.
2. Bannað skal að flytja línubrjóta til rétta eða heim á bæi. Þá
skal flytja beint í sláturhús. Kostnað er af þvi leiðir, skal greiða úr
sjóði sauðfjársjúkdómanefndar. Bannað er að nota fjárflutninga-
bíla eða gripaflutningabíla, sem notaðir hafa verið i öðrum sýslum
ti' að flytja líffé og nautgripi innan sýslu. Gera skal grein fyrir marki
og auðkennum línubrjóts. Sláturhúsi er skylt að sjá um sendingu
líffæra ur línubrjótum. Senda skal haus, lungu og garnasýni.
3. Sérstaka aðgát skal viðhafa við sundurdrátt sauðfjár eftir
markaskrá vegna fjölda sammerkinga og námerkinga víða um land
milli aðliggjandi varnarsvæða.
Goðasteinn
107