Goðasteinn - 01.09.1988, Page 110
4. Hafa skal tiltæka aðstöðu á innrekstrarstað til einangrunar
línubrjóta og fela réttarstjóra eða öðrum öruggum, markaglöggum
manni að taka féð frá svo fljótt sem auðið er.
5. Klippingar sauðfjár skulu framkvæmdar með áhöldum, sem
ekki hafa verið notuð í öðrum héruðum. Þess skal og gætt, að menn
úr öðrum héruðum komi ekki til rúningsstarfa í Rangárvallasýslu.
Bannaðir eru flutningar á óþveginni ull austur yfir Þjórsá.
Einungis skal nota hreinar umbúðir um ull og ekki skal tekið við
óhreinum umbúðum til ullarflutnings.
6. Eindregið er lagt til að ormahreinsa sauðfé, áður en það er sett
á afrétt.
7. Flutningar á búfé milli sveita innan sýslu eru óæskilegir.
8. Minnt skal á fyrirmæli um litarmerkingar sauðfjár og að eftir
þeim sé farið.
9. Banna skal flutninga á heyi inn í Rangárvallasýslu, nema leyfi
sauðfjársjúkdómanefndar komi til.
10. Áhersla skal lögð á að hver einstakur sýslubúi geri sér ljósa
þá vá, sem fyrir dyrum er vegna útbreiðslu hinna mörgu sauðfjár-
sjúkdóma, sem í dag eru að sækja austur eftir Suðurlandi. Er heitið
á alla að virða þær reglur, sem settar eru til varnar.
11. Framangreindar reglur skulu sendar inn á hvert býli í Rangár-
vallasýslu.
Sýslunefndin samþykkir að sýslusjóður gerist styrktaraðili að
útgáfu ritsins Goðasteins með því að greiða !4 hluta af pappírs- og
prentkostnaði miðað við upplag að 1000 eintökum, gegn því að
sýslunefnd fái 50 eintök til dreifingar innan sýslunnar og utan og
framhlið ritsins beri mynd af sýslumerkinu.
Samþykkt að sýslan gerist eignaraðili að Iðnskólanum á Selfossi
og varið til hans kr. 3.500,000,- og til Sjúkrahúss Suðurlands,
Selfossi kr- 5.000.000,- til kaupa á sjúkrabifreið kr. 6.000.000,-
Árið 1981: Sýslunefndin fellir beiðni um vínveitingar í Hótel
Hvolsvelli. Sýslunefnd samþykkir athugun aðildar að Fjölbrauta-
skóla Suðurlands á Selfossi. Kosin viðræðunefnd: Sverrir Magnús-
son, Skógum, Markús Runólfsson, Langagerði og Sigurður
Haraldsson, Kirkjubæ. Lagt til skólans fyrst í fjárhagsáætlun 1983.
108
Goðasteinn