Goðasteinn - 01.09.1988, Page 112
Byggðasafnið í Skógum 1981
Skýrsla safnvarðar
Byggðasafnið í Skógum var að venju opið til gestamóttöku á
tímabilinu 15. maí til 15. september. Skráðir gestir, fullorðnir og
börn voru samtals 5330, en alltaf skortir nokkuð á með að allir safn-
gestir skrái sig í gestabók og má því ætla að gestir hafi verið nokkuð
yfir 6000, sem er svipað og undanfarin ár.
Haldið var áfram endurbyggingu íbúðarhússins frá Holti á Síðu
á árinu og var innsmíði langt komin í árslok en hið ytra er eftir að
setja upp trélista á timburþil og stafna og hlaða utan að gafl-
veggjum og norðurvegg hússins. Með þökk skal þess getið að safn-
inu barst bréf frá Siggeir Björnssyni bónda í Holti og fjölskyldu
hans, þar sem þau gefa byggðasafninu húsviðina. Þetta er mikils-
verð gjöf, því að mörgum notum máttu þessir viðir verða.
Safnið hlaut margar aðrar gjafir góðar á árinu. Fjölskylda Gisla
Sveinssonar sýslumanns og konu hans, Guðrúnar Einarsdóttur,
gáfu safninu stofuhúsgögn þeirra hjóna frá 1914 og ýmsa minja-
gripi frá Vestur- og AusturSkaftfellingum og fleiri aðilum. Eru þeir
sumir listmunir gerðir af Ríkharði Jónssyni myndskera. Gísli
Sveinsson var víðþekktur embættismaður og forystumaður í
stjórnmálum og sjálfstæðisbaráttu íslendinga, Guðrún kona hans
óvenju glæsileg kona og hög í höndum. Bæði settu þau mikinn svip
á umhverfi sitt. Safninu í Skógum er mikill vegsauki að þessari gjöf,
sem nú um sinn er varðveitt í annarri stofu Holtshússins.
Börn Árnýjar I. Filippusdóttur skólastjóra Húsmæðraskólans i
Hveragerði afhentu nú safninu mikla útskorna, kínverska kistu úr
eigu hennar og fylgdi mikið og gott handavinnusafn Árnýjar í fjöl-
þættum hannyrðum og handmáluðu postulíni. Árný hafði sjálf
mælt svo fyrir um að þessir hlutir rynnu til byggðasafnsins. Brýna
nauðsyn ber til þess að koma upp sérsýningu til kynningar á þessu
safni og er það i athugun hjá safnverði (sbr. skýrslu 1980).
Anna Vigfúsdóttir frá Brúnum (d. 1981) gaf byggðasafninu
nokkra merka muni með erfðaskrá og dýrmætt safn skjala og
bréfa. Ber þar ekki síst að nefna bréfasafn föður hennar Vigfúsar
Bergsteinssonar á Brúnum, sem um langan aldur var mikill forystu-
maður í framfara- og félagsmálum Rangæinga. Áður hafði Anna
110
Goðasteinn