Goðasteinn - 01.09.1988, Page 113
afhent byggðasafninu til varðveislu skjalasafn ungmennafélagsins
Drífanda, sem var annað elsta ungmennafélag landsins. Anna var
fjölhæf kona, vel menntuð og skáld gott.
Ólafur Ólafsson í Lindarbæ og Sigurjón Sigurðsson í Raftholti
afhentu safninu fundargerðarbók og höfuðbækur Sparisjóðs Ása-
og Holtahrepps.
Ragnhildur Ágústsdóttir frá Stóra-Hofi afhenti safninu að gjöf
ýmsa muni, myndir og skjöl úr dánarbúi föður hennar, Ágústs
Guðmundssonar frá Stóra-Hofi, fyrir hönd fjölskyldu hans og í
samræmi við hans eigin vilja. í gjöfinni var skatthol, að sögn úr búi
Hannesar Finnssonar biskups. Áður hafði Ágúst afhent safninu
mikið sendibréfasafn móður sinnar, Ragnhildar Jónsdóttur frá
Hvoli í Mýrdal.
Jón Vigfússon í Hafnarfirði gaf safninu nokkur gömul handrit
og gamlar bækur.
Haraldur Ólafsson bankaritari í Reykjavík hélt áfram að bæta
við mikla og dýrmæta gjöf sína til byggðasafnsins.
Frú Hjördís Kvaran frá Mælifelli afhenti safninu fyrir sína hönd
og systur sinnar, Jónínu Kvaran, tvær útsaumaðar brúðarslæður,
aðra saumaða af Ragnheiði Þorsteinsdóttur Thorarensen á
Móeiðarhvoli 1852, hina af Önnu Jónsdóttur frá Breiðabólsstað,
húsfreyju að Múla i Biskupstungum á svipuðum tíma.
Ýmsar aðrar góðar gjafir fékk safnið á árinu og skulu öllum
gefendum, vinum og velunnurum byggðasafnsins færðar alúðar-
þakkir og góðar óskir.
Safnvörður áformar að endurreisa á árinu 1982 gamla búrið frá
Seljalandi í Fljótshverfi, en allir viðir þess eru geymdir í safninu.
Húsnæðismál byggðasafnsins hljóta að verða tekin til umræðu og
úrlausnar á næstu árum. Aðalsafnhúsið er byggt 1954, fyrst og
fremst til að forða áraskipinu Pétursey frá eyðingu. Húsið er á
ýmsan veg óhentugt safnhús og fyrir löngu orðið of lítið. Það er án
anddyris svo útiloft leikur um allt húsið um leið og útidyr eru
opnaðar. Kynding er engin nema einn hitablásari, of orkufrekur
fyrir lága spennu á rafmagni. Innsmíði í húsinu er ábótavant, ekki
sist vantar góðan glerskáp fyrir þjóðbúninga safnsins og vinna þarf
að því að koma meiru af munum safnsins undir gler. Stálgrindahús
Goðasteinn
111