Goðasteinn - 01.09.1988, Síða 126
Skýrsla Gróðurverndarnefndar
Ár 1986, mánudaginn 3. nóvember, kom Gróðurverndarnefnd
Rangárvallasýslu saman til fundar að Hvammi í Landsveit.
Nefndarmenn höfðu kynnt sér nokkuð ástand gróðurs á yfir-
standandi ári, hver í sinn heimasveit og víðar og má það teljast all-
gott, en rétt er að geta þess að víða mun vera fullsett í heimalönd.
Gróðurverndarnefnd hafði borist ljósrit af bréfi til oddvita
Vestur-Eyjafjallahrepps frá Andrési Arnalds, gróðureftirlitsmanns
Landgræðslu ríkisins dags. 26. nóv. 1985, þar sem hann greinir frá
ástandi gróðurs á Almenningum, afrétti Vestur-Eyfellinga, Þórs-
mörk og Goðalandi, sem eru í umsjá Skógræktar ríkisins.
Andrés fór þrjár skoðunarferðir um ofantalin landsvæði árið
1985 og kynnti sér ástand gróðurs þar. Telur Andrés að beitarálag
á Almenningum hafi verið óhóflega mikið, þá telur hann beit á
Þórsmerkursvæðinu meira en hægt sé að una við á landi, sem á vera
alfriðað. Fram kemur í bréfi Andrésar að um 800 fullorðnar kindur
hafi farið á Almenninga, en samkvæmt bráðabirgðatölum frá
Gróðurnýtinganefnd Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins gæti
beitarþol Almenninga numið um 260 ærgildum. Meiri hluta
Almenninga telur Andrés nauðbitna og mikið um uppdregnar
plöntur á yfirborði, þá hefur sandur fokið óvenju mikið um svæðið
og skógur á Almenningum óðum að eyðast. Upplýst er að girðing
milli Almenninga og Þórsmerkur er í mjög slæmu ástandi og ekki
fjárheld og mun þvi margt af því fé, sem rekið er á Almenninga leita
þaðan og yfir á Þórsmörk, Hingur og Goðaland. Andrés telur að
mjög hafi séð á gróðri á þessu svæði í lok beitartímans og fjárbeit
þar tefji stórlega fyrir útbreiðslu skógarins og seinki uppgræðslu
moldar- og rofabarða og fallegur blómgróður eigi erfitt uppdráttar.
Fjárbeit á þessu svæði kemur ofan á það mikla álag, sem stafar af
vaxandi straumi ferðamanna um Þórsmerkursvæðið.
Samkvæmt ofansögðu gengur mikill hluti þess fjár, sem fluttur
er á Almenninga á vorin yfir á Þórsmörk, Túngur og Goðaland og
telur Andrés að fjárheld girðing milli Þórsmerkur og Almenninga
myndi auka mjög álag á afréttarland Eyfellinga, en vitað er að
heimalönd þeirra eru að fullu nýtt í núverandi ástandi. Hér er því
við augljósan vanda að etja sem ekki verður leystur með öðru móti
124
Goðasteinn