Goðasteinn - 01.09.1988, Page 142
degis, úrkoma í 11 daga og 27. og 29. rigndi allmikið. Hiti í mánuð-
inum komst oft í 8—10 stig og í 15 stig þ. 21. Snjóinn frá í mars hafði
að mestu tekið upp þ. 5 apríl, aðeins eftir leifar af dýpstu
sköflunum.
Maí
I maí var dálítið breytilegt veður og ekki heppilegt um sauðburð-
inn, oft blautt og kalt, rigning eða krapahríð og a.m.k. þrjár frost-
nætur, en ekki frost um daga. Hiti komst þ. 18. og 19. í 17—19 stig.
Veður fór hlýnandi eftir þ. 20. Kúnum sýnt út 25. dag mánaðarins
hér í Álftarhól.
Júní
í júní varð ekki vart við frost. Dálítið var vætusamt og þ. 7. og
13. rigndi mikið. Um miðjan mánuðinn fór að þorna, var úrkomu-
lítið, en jafnframt sólarlítið. Oft var vel hlýtt seinni hluta mánaðar-
ins og komst hiti stundum í 18—19 stig.
Júlí
Samfelld rigning í 4 daga, 11 daga var skýjað eða skýjað að mestu
og úrkomulítið. Hálf- eða léttskýjað eða bjartviðri 16 daga. Ekki
var alltaf öruggur heyþurrkur í mánuðinum. Yfirleitt frekar hlýtt,
og nokkrum sinnum fór hiti yfir 20 stig, t.d. 21 stig þ. 1., 22 stig þ.
4. og 23 stig þ. 27. Næturfrost var aðfaranótt þ. 7.
Ágúst
Samfelld rigning 4 daga, og mest rigndi þann 30., þá var helli-
rigning. 13 daga var skýjað eða skýjað að mestu og úrkomulítið.
Hálf- eða léttskýjað eða bjartviðri 14 daga. í ágúst var góð hey-
skapartíð. Hiti komst oft í 15—16 stig og mest í 20 stig fyrsta dag
mánaðarins. Næturfrost aðfaranótt þ. 4.
September
Úrkomu varð vart í 12 daga, einkum seinni hluta mánaðarins,
stundum hafátt og hryðjur. Hiti komst stundum í 14—15 stig, mest
í 16—17 þ. 2. Næturfrost aðfaranætur þ. 6. og 21.
140
Goðasteinn