Goðasteinn - 01.09.1988, Page 143
Október
Mánuðurinn var fremur votviðrasamur og kaldur, rigndi nokkuð
í 15 daga, og snjóaði svolítið þ. 18., en frost var 10 daga, einkum
seinni hluta mánaðarins og komst frost nokkrum sinnum í 8—9
stig, en hiti mest í 10—13 fyrri hluta mánaðarins, en 5—6 stig seinni
hluta hans.
Nóvember
Nóvember var nokkuð umhleypingasamur og skiptust á frosta-
og þíðviðriskaflar. Úrkoma var 13 daga, 3 daga snjókoma, þó lítil.
Úrkoman var oft skúrir eða hryðjur. Hiti komst varla hærra en í 5
stig. Frost var 10 daga, komst mest í 8—9 stig þann 20. nóv.
Desember
í des. rigndi 6 daga og komst hiti mest í 7 stig þann 23. og
nokkrum sinnum í 5 stig. Frost var 11 daga, mest 10 stig þ. 28. Snjó-
mugga eða éljagangur var 8—10 daga. Dagana 12., 13. og 14. voru
verstu veður ársins hér um slóðir, þann 12. rok, rigning og þrumu-
veður, svipað þ. 13. en þó aðeins lygnara, en þ. 14. herti á og þann
dag komst vindhraðinn við Vestmannaeyjar í 14—15 vindstig.
Veðurfar 1987
Janúar
Fyrstu daga mánaðarins skiptist á vægt frost og hiti yfir frost-
marki. Dagana 6.—25. var frostlaust og komst hiti i 8 stig þ. 22. og
23. Dagana 26. og 28. fraus nokkuð, en hlýnaði svo aftur og þ. 31.
komst hiti í 7 stig. Janúar var óvenju hlýr og mildur og frost aðeins
í 4 daga. Nokkuð var vætusamt og oft skúraveður með þokulofti,
en sjaldan stórrigning. Dagana 16. og 17. var stormur, en annars
oftast gola eða kaldi.
Febrúar
Dagana 3. og 11.—15. var vægt frost en komst í 8—9 stig þ. 14.
og 15. Aðrir dagar mánaðarins voru frostlausir og oftast allt að
Goðasteinn
141