Goðasteinn - 01.09.1988, Page 144
5—6 stiga hiti, en mestur dagana 1. og 28., 7—8 stig. Dagana 2. og
3. gekk á með snjóéljum og varð jörð alhvít, og var það eini snjórinn
sem féll í mánuðinum. Að öðru leyti var lítil úrkoma og veður yfir-
leitt gott. Þó gerði snarpa austanátt, 8—10 vindstig þ. 7.
Mars
Mars var kaldasti mánuðurinn frá áramótum. Fyrstu 13 dagana
var frostlaust og rigndi suma dagana, en þ. 14. og 17.—22. var frost
og aftur þ. 27. og 31. Mest var frostið dagana 17., 18. og 21. og var
þá yfirleitt 9—10 stig. Að öðru leyti var hiti oftast 5—7 stig og komst
mest í 10 stig þ. 9. Úrkoma var lítil, en nokkrum sinnum snjóaði
dálítið, mest dagana 17. og 18. og var þá allhvasst.
Apríl
Apríl heilsaði með 7—8 stiga frosti að kvöldi og morgni, og
næstu þrjá sólarhringa var nokkuð hart næturfrost en fór vel yfir
frostmark að deginum. Síðan var nær frostlaust en að kvöldi þ. 19.
var 7 stiga frost, en frostlítið úr því út mánuðinn. Síðdegis þ. 9.
snjóaði og aftur að kvöldi þ. 30. Hitastig var yfirleitt lágt, frá 2—3
stigum upp í 5—6 stig. Hlýjustu dagarnir voru þ. 18., 8—9 stig og
þ. 22. 10—11 stig miðdegis. í mánuðinum voru ríkjandi sunnan- og
suðaustanáttir með skúrum eða rigningu og stundum allhvass
útsynningur.
Maí
Að morgni 1. maí var 4. stiga frost og 5—6 cm jafnfallinn snjór.
Logn var til hádegis, en norðan 2—4 upp úr hádeginum og fór þá
snjórinn að fjúka í bolta eða kúlur, og einnig bar á þessu á túni
Veðurstofunnar í Reykjavík. Þann 20. nóv. 1982 gerðist þetta
einnig, en þá urðu snjóboltarnir mun stærri en nú, enda hvassara
þá og meiri snjór á jörð.
Ekki fraus í mánuðinum eftir þ. 1., að undanskildu næturfrosti
aðfaranótt þ. 19. Á tímabilinu 4.—16. mai urðu úrkomudagar 8, en
eftir það yfirleitt bjartviðri og einkar hlýtt til mánaðamóta. Frá
mánaðarbyrjun til þess 17. var hitastig fremur lágt en eftir það oft
10—13 stig. Þann 21. var hiti 15—16 stig, þ. 22. var 17 stiga hiti og
142
Goðasteinn