Goðasteinn - 01.09.1988, Page 145
yfirleitt 15—17 stig dagana 24. og 25. Hlýjasti dagurinn var þ. 26.,
en þá komst hiti í 18—19 stig. Ekki verður annað sagt en viðrað hafi
vel í maí, ákjósanlegt veður um sauðburðinn, en of þurrviðrasamt
fyrir gróður seinni part mánaðarins, sem kom þó ekki að sök þar
sem búið var að dreifa áburði.
Júní
Fyrri part júní var yfirleitt 10—12 stiga hiti og upp í 12—15 stig,
en eftir þ. 20. fór hiti stundum í 16—18 stig. Næturfrost urðu ekki
í júní. Úrkoma var nær engin í mánuðinum, en rigndi þó þ. 9. í 5
klukkustundir. Eftir þ. 20 var ekki tryggur heyþurrkur hjá þeim sem
byrjaðir voru að slá, því þá var stundum þokuloft með smávegis
skúraleiðingum.
Júlí
Júlí var einkar hlýr, oft 10 stiga hiti kvölds og morgna og 12—16
stig að deginum. Heitustu dagarnir voru þ. 1. 19 stig, þ. 3. var hiti
18—21 stig og þ. 4. 18—20 stig. Aðfaranótt þ. 8. var næturfrost, 1
stig. Úrkoma var lítil í mánuðinum og rigndi aldrei heilan dag í
senn. Úrkomu varð vart í 12 daga, sem stundum var þokusúld að
morgni eða smávegis skúraleiðingar. Oftast hægviðri og suð- og
suðvestlægar áttir ríkjandi. Heyþurrkur var nokkuð ótryggur.
Ágúst
Hitastig var svipað og í júli og komst hiti nokkrum sinnum í
18—20 stig hluta úr degi, en síðustu 6 daga mánaðarins var hiti
10—13 stig. Sólskinsdagar voru 16, en stundum skýjað að morgnin-
um. Skýjað eða skýjað að mestu 10 daga; rigningarhraglandi eða
skúrir í 5 daga, þar af rigndi allmikið einn dag. Veður var gott í
ágúst, aldrei hvasst og áttir breytilegar en einkum voru ríkjandi suð-
og austlægar áttir. Heyþurrkur var ágætur, einkum fyrri part
mánaðarins og öruggari en i júní og júlí.
September
Fram til 15. sept. var hiti að deginum oft 10—15 stig, en úr því
fór hitastig lækkandi í 6—11 stig, misjafnt þó eftir dögum. Nætur-
Goðasteinn
143