Goðasteinn - 01.09.1988, Qupperneq 146
frost voru aðfaranætur þ. 17., 18., 19., 23. og 24., mest aðfaranótt
þ. 19, 5 stig. Sólskinsdagar voru 12, skýjað en þurrt að mestu 10
daga, en skúrir eða rigning part úr 8 dögum. Austan- og norð-
austanáttir voru ríkjandi og stöku sinnum dálítið hvasst.
Október
Frost var dagana 6., 7., 8., 9. og 28. og einnig að morgni þ. 29.
Mest varð frostið 8 stig að kvöldi þ. 7. Hiti var oftast 3—6 stig að
deginum, en komst þó stöku sinnum í 10 stig yfir hádaginn. Létt-
skýjað eða bjartviðri var 14 daga, skýjað eða skýjað að mestu 8
daga, skúraveður 5 daga og rigning að mestu 4 daga. Snjór féll ekki
í mánuðinum. Norðan- og norðaustlægar áttir voru ríkjandi en
aldrei mjög hvasst.
Nóvember
Nóvember var yfirleitt hlýr og hægviðrasamur og að jafnaði
ríkjandi sunnan- og suðaustanáttir. Hiti komst í 9 stig dagana 4.—9.
og stöku sinnum í 10 stig um hádaginn. Hitastig fór lækkandi eftir
þ. 12, en komst þó stöku sinnum í 6—7 stig. Dagana 13., 22. og 23.
var frost, komst mest í 6 stig. Léttskýjað var 6 daga, alskýjað 12
daga, skúrir 7 daga og rigning að mestu í 5 daga. Snjór féll ekki í
mánuðinum. Nokkrum sinnum var vægt næturfrost þó þess sé ekki
sérstaklega getið hér að framan.
Desember
Eins og nóvember var desember mjög hlýr og hægviðrasamur.
T.d. komst hiti mest í 8 stig dagana L, 2., 7., 9. og 23. og 7 stig
dagana 8., 10., 15., 16., 24., 27. og 28. Næturfrost voru aðfaranætur
þ. 21. og 22. og að kvöldi þ. 25. var allhart frost og síðan hlýnaði,
en seint að kvöldi þ. 31. var frost 1. stig. I mánuðinum var heiður
himinn í 2 daga, skýjað eða skýjað að mestu 19 daga, rigning 4 daga
og skúrir eða vart úrkomu 6 daga. Austan- og suðaustanáttir voru
ríkjandi, sjaldan hvasst. Áttin fór að halla sér meira til norðausturs
frá og með 25. des. Þann 22. gránaði jörð aðeins og seint að kvöldi
þ. 24. snjóaði dálítið, en þann snjó hafði að mestu tekið upp þ. 27.
Jörð var klakalaus í árslok.
144
Goðasteinn