Goðasteinn - 01.09.1988, Page 150
Guðjón Ólafsson:
Annáll 1987
Vestur-Eyj afj allahreppur
íbúar í Vestur-Eyjafjallahreppi voru samkvæmt íbúaskrá 1. des.
1987 218, 105 konur og 113 karlar, á skólaskyldualdri voru 28, á
kjörskrá 156. 5 börn fæddust á árinu, en 3 létust.
Byggingaframkvæmdir 1987: 1 minkahús 7592, 2.144m3, 1 fjár-
hús 68m2 230m3, 2 fjós fyrir geldneyti 215m2 760m3, 2 hlöður 82m2
282m3, 2 haughús 179m2 3753, 1 hesthús 180m2 7213, 1 gróðurhús
og 1 lítil kartöflugeymsla. Þá var í byggingu hús yfir bíl og búnað
björgunarsveitarinnar, það er nú næstum því fokhelt. Þá var
nokkuð unnið að byggingu félagsheimilisins Heimalands og til þess
varið kr. 597.015. Einnig var nokkuð unnið að endurbótum á Selja-
landsskóla, kostnaður kr. 620.556.
Unnið var að þvi að verja land Brúna og Tjarna fyrir eyðingu af
völdum Markarfljóts, en Fljótið hefur brotið þar niður graslendi,
300-400 hektara á undanförnum áratugum. Á árinu var hafinn
rekstur á fyrsta loðdýrabúi í hreppnum, var það Steinn Logi Guð-
mundsson bóndi í Neðra-Dal, sem byrjaði rekstur á minkabúi með
230 minkum.
Búfé á forðagæsluskýrslum 1987: Kýr og kvigur 740, geldneyti
306, kálfar 246, nautgripir alls 1.292. Sauðfé 6236 ær, 966 gemling-
ar og 172 hrútar, alls 7374 kindur. Hross 640. Fóðurbirgðir voru
taldar vera 3.596.205 fóðureiningar en fóðurþörf 2.781,950 fóður-
ein. Mismunur 814.255.
Fénaðarhöld voru yfirleitt góð á árinu, þó kom upp smitandi
húðsjúkdómur í búfé, svokallað hringskyrfi, sem mun hafa borist
148
Goðasteinn