Goðasteinn - 01.09.1988, Side 152
Magnús Finnbogason:
Annáll ársins 1986
Austur-Landeyj ahreppur
íbúar í Austur-Landeyjahreppi, 1.12.1986 voru 206, 108 karlar og
98 konur. íbúar á skólaaldri 6—16 ára voru 54 eða 26% íbúanna.
í ársbyrjun var hreppsnefnd þannig skipuð: Eyvindur Ágústsson,
Skíðbakka, Guðlaugur Jónsson, Voðmúlastöðum, Jóna Jónsdóttir,
Hallgeirsey, Magnús Finnbogason, Lágafelli og Þorsteinn Þórðar-
son, Sléttubóli.
Sýslunefndarmaður, Erlendur Árnason, Skíðbakka.
Guðlaugur og Jóna gáfu ekki kost á sér til endurkjörs í hrepps-
nefnd. Einnig baðst Erlendur Árnason undan endurkjöri í sýslu-
nefnd.
Eftir sveitarstjórnarkosningar 14. júní er hreppsnefnd Austur-
Landeyja þannig skipuð: Agnes Antonsdóttir, Hólmahjáleigu,
Árni Erlendsson, Skíðbakka, Áslaug Hannesdóttir, Lækjar-
hvammi, Eyvindur Ágústsson, Skíðbakka og Magnús Finnboga-
son, Lágafelli, sem er oddviti. Sýslunefndarmaður er Þorsteinn
Þórðarson, Sléttubóli, hreppstjóri Árni Erlendsson, Skíðbakka og
er hann umboðsmaður skattstjóra.
Viðfangsefni hreppsnefndar á árinu, umfram venjuleg og lög-
bundin verkefni, voru helst þessi. Gerður nýr malarvöllur við
grunnskólann í Gunnarshólma, foreldrafélag skólans leggur til
leiktæki. í skógræktarreit hreppsins í Vatnshól var sett upp tilraun
með víðiafbrigði á vegum tilraunstöðvarinnar á Mógilsá. Markmið
tilraunarinnar er að þera saman vöxt og þrif mismunandi víði-
afbrigða, alls 2640 plöntur. Þá var bætt við plöntum í reit hreppsins
á Markafljótsaurum.
Þann 8. apríl var haldinn opinn hreppsfundur, þar sem reikn-
150
Goðasteinn