Goðasteinn - 01.09.1988, Page 153
ingar hreppsins voru ræddir og skýrðir og hreppsmál krufin til
mergjar. Þrjú fréttabréf um hreppsmál voru send út. Þá var samin
og staðfest reglugerð fyrir Vatnsveitu Austur-Landaeyjahrepps.
Austur-Landeyjahreppur er aðili að uppbyggingu og rekstri
gagnfræðaskólans á Hvolsvelli og tekur þátt í byggingu sundlaugar
þar, rekstri heilsugæslustöðvar og byggingu dvalarheimilis aldraðra
í Kirkjuhvoli. Þá er í byggingu á Hvolsvelli slökkvistöð sem við
erum aðilar að ásamt 8 öðrum hreppum í Rangárvallasýslu.
Hreppsnefnd hélt 11 fundi á árinu, auk þess mættu einstakir
nefndarmenn á marga fundi vegna framanskráðra samstarfs-
verkefna.
Grunnskóli er rekinn í Gunnarshólma upp að 7 bekk. Skólastjóri
er Elsa H. Árnadóttir, Brúnalundi, aðalkennari Björn Jónsson,
sama stað, aðrir kennarar Guðlaug Valdimarsdóttir, Miðhjáleigu, í
55 % starfi og stundakennarar Þorsteinn Þórðarson, Sléttubóli,
Kristín Sigurðardóttir, Oddakoti, Guðbjörg Albertsdóttir, Skíð-
bakka og Gunnar Marmundsson, Hvolsvelli. Matráðskona er
Laufey Hauksdóttir, Skíðbakka, ræsting, Rós Óskarsdóttir, Vatns-
hól, skólabílstjórar Helgi Helgason, Vatnshól og Viðar Marmunds-
son, Svanavatni. Skólastarf gekk mjög vel. Þá er í Gunnarshólma
rekin deild úr Tónlistarskóla Rangæinga, nemendur voru 18 talsins.
Á 38 bújörðum í hreppnum voru samkvæmt forðagæsluskýrslu
fyrir árið 1986: 800 kýr og kvígur, 516 geldneyti, 231 kálfur, naut-
gripir alls 1547. Sauðfé: 4978 ær, 932 gemlingar 122 hrútar, alls 6032
kindur. Hross: 197 hestar, 1013 hryssur, 407 tryppi, 190 folöld,
samtals 1807. Hænsni: 3401. Svín: 19.
Fóðurbirgðir taldar 3603468 fe. Fóðurþörf áætluð 3160790 fe,
umframbirgðir því 442678 fe.
Fénaðarhöld yfirleitt góð, þó bar aðeins á joðskorti í unglömbum
á nokkrum bæjum. Afurðir innlagðar til sölu urðu sem hér segir:
Mjólk í M.B.F. 2.259.379 lítrar, kýr og ungneyti 382, kálfar 164,
dilkar 6070, fullorðið fé 353, folöld 622, fullorðin hross 44, grísir
138, svín 1.
Byggingaframkvæmdir 1986: Byggð 2 haughús og fjós 443m2,
2845m3,2þurrheyshlöður241m2,1154m3,2bílskúrar279m3,1 véla-
geymsla 840m3, þá er eitt íbúðarhús í byggingu.
Goðasteinn
151