Goðasteinn - 01.09.1988, Qupperneq 154
Ræktunarframkvæmdir 1986: Nýræktuð tún 25,74 ha, girðingar
12084m, endurræktuð tún 78,8 ha, korn og fræakrar 46,1 ha, trjá-
plöntur í skjólbelti ca 2000, girðingar um skjólbelti ca 2 km, vél-
grafnir skurðir 32.669m3, 8 aðilar voru með kölkun túna. Jarða-
bótamenn 1986 voru 35.
Kornrækt var stunduð á vegum kornræktarfélagsins Akra sf. Sáð
var í 60 ha uppskera varð 86 tonn eða rúmar 14 tunnur á ha, sem
að mestu var nýtt með samvinnu við Stórólfsvallarbúið þannig að
þangað var korninu ekið beint af ökrunum, þar var það þurrkað og
fengu menn fullbúna fóðurblöndu út á innleggið.
Annáll ársins
Þann 31.12.1987, voru íbúar Austur-Landeyja 204, 104 karlar og
100 konur, á skólaskyldualdri voru 48, 23,5%, á kjörskrá bæði árin
131, á árinu eru lifandi fædd börn 6.
Um störf hreppsnefndar má segja að helstu viðfangsefni hafi
verið þau sömu og á síðasta ári. Hreppsnefndarfundir voru 12,
almennur hreppsfundur var haldinn 4. apríl, útsend fréttabréf á
árinu voru 2.
Starfslið skóla er óbreytt að öðru leyti en því að Þorsteinn
Þórðarson hætti störfum. Nemendur í tónlistarskóla eru núna 19
talsins.
Byggingaframkvæmdir 1987: 1 verksmiðjuhús (kornhlaða)
418m2, 2428m3, 1 íbúð í kjallara 180m2, 462,9m3, 1 vélageymsla
147m2, 660m3, 1 efnis- og birgðastöð 63,3m2, 199m3, 1 fjárhús með
grindum 252,4m2, 1287m3.
Búfé á forðagæsluskýrslu 1987: kýr og kvígur 808, geldneyti 476,
kálfar 297, nautgripir alls 1581, fjölgun milli ára 34 eða 2,15%.
Sauðfé: 4866, gemsar 841, hrútar 139, alls 5846 kindur sem er
fækkun um 186 kindur eða 3,18%. Hross: 190 hestar, 1069 hryssur,
462 tryppi, 210 folöld samtals 1931 hross sem er fjölgun um 124
hross eða 6,42%.
Fóðurbirgðir taldar 3968945 fe. Fóðurþörf áætluð 3093520 fe.
152
Goðasteinn