Goðasteinn - 01.09.1988, Blaðsíða 155
Umfram birgðir því 875425 fe. Þá voru framtalin svín 19, hænsni
318, endur 36.
Fénaðarhöld voru góð á árinu, afurðir innlagðar til sölu voru:
Mjólk til M.B.F. 2.304.985 lítrar, sem er 2,02% aukning frá fyrra ári.
Annað innlegg: Kýr og ungneyti 490, kálfar 150, dilkar 6279,
fullorðið fé 360, folöld 661, fullorðin hross 46, grísir 71, svín 1.
Sala á hryssublóði til lyfjagerðar 1986 var sem svaraði blóði úr
404 hryssum fyrir kr. 1.090.919.
1987 voru 'nryssur sem nýttust til blóðgjafar 374, verðmæti blóðs
1.173.042 kr.
Jarðrækt og húsabætur: Nýrækt: 11,09 ha, endurræktuð tún:
60,65 ha, korn og fræakrar: 51,4 ha, girðingar: 5850m, trjáplöntur
í skjólbelti: 3000, vélgrafnir skurðir: 99418 m3, kölkun túna 320
tonn af skeljasandi.
Akrar og Akrafóður
Kornrækt var á vegum Akra sf. eins og áður. Sáð var í 72.2 ha.
Uppskera varð 167,871 kg sem er 23,25 tunnur á ha. að meðaltali.
Akrar sf. höfðu frumkvæðið að stofnun hlutafélagsins Akra-
fóður hf. sem stofnað var til þess að annast þurrkun og geymslu á
korninu ásamt frumvinnslu. Til þeirra hluta var byggt stálgrindahús
á skipulögðu svæði í eigu Austur-Landeyjahrepps í Brúnum rétt
sunnan við Gunnarshólma. Hús þetta sem er 418m2 að grunnfleti
var byggt af heimamönnum í sumar og settur upp nauðsynlegur
búnaður til þessarar vinnslu. Þar að auki var þurrkað korn, annars
staðar ræktað, alls 65.662 kg.
Korn þetta er notað heima í fóður að mestu leyti, þó fara 25 tonn
í fóðurtilraunir á Stóra-Ármóti og rúm 25 tonn voru seld Sambandi
ísl. samvinnufélaga.
Sama stjórn er í báðum fyrrgreindum félögum, formaður
Magnús Finnbogason, ritari Þorsteinn Markússon, gjaldkeri Guð-
laugur Jónsson.
Búnaðarfélag Austur-Landeyja
Búnaðarfélag Austur-Landeyja er, eins og önnur slík, grunn-
eining í félagsstarfi bænda, tengiliður milli Búnaðarfélags íslands,
Goðasteinn
153