Goðasteinn - 01.09.1988, Page 156
Búnaðarsambands Suðurlands og Stéttarsambands bænda. Auk
lögbundinna verkefna á félagið töluvert af jarðræktartækjum o.fl.
verkfærum sem það lánar félagsmönnum gegn vægu gjaldi. Þá
hefur það undangengin ár séð um slátt kirkjugarða sveitarinnar.
1986 var stjórn þannig skipuð: Guðlaugur Jónsson, formaður,
Haraldur Konráðsson, ritari, Magnús Finnbogason, gjaldkeri. 1987
varð sú breyting á að Guðlaugur Jónsson gaf ekki kost á sér til
endurkjörs, i hans stað var kjörinn Kristján Ágústsson, Hólmum,
félagsmenn voru 53 1986 en 56 1987.
Ræktunarsamband Landeyja
Búnaðarfélag Austur-Landeyja ásamt Búnaðrfélagi Vestur-
Landeyja eru stofnendur og eignaraðilar að Ræktunarsambandi
Landeyja sem á og rekur jarðýtu.
Stjórn þess er skipuð 2 mönnum, 1 úr hvorri sveit, Hjörtur
Hjartarson, Stíflu er formaður en Árni Erlendsson, Skíðbakka
ritari.
Letifélagið
„Letifélagið” er óformlegt félag ábúenda 6 býla í Austur-
Landeyjum, um afleysingamann. Starfsemin hófst 15. október 1987
og er skipulögð til vors 1988.
Á þessum tíma hefur starfsmaður félagsins farið á milli þessara
bæja eftir ákveðnu kerfi sem sett var upp. Hefur fólki því gefist
kærkomið tækifæri til að taka sér frí í nokkra daga (frá kúnum) auk
þess sem margir hafa nýtt sér fjölhæfni afleysingamannsins til
viðhalds húsa og tækja. Starfsmaður hefur síðan farið til síns heima
að loknum vinnudegi, enda búsettur skammt undan.
Letifélagið kaus sér gjaldkera sem sér um uppgjör launa o.þ.h. og
greiða félagar síðan mánaðarlega í launapottinn. Stefnt er að
áframhaldandi starfsemi.
Félagsheimilið Gunnarshólmi
Félagsheimilið er sjálfseignarstofnun, eigendur eru Austur-
Landeyjahreppur sem á 60%, Umf. Dagsbrún á 30% og Kvenfélag-
ið Freyja á 10%.
154
Goöasteinn