Goðasteinn - 01.09.1988, Side 157
Stjórn er skipuð 6 mönnum, 3 frá hrepp, 2 frá ungmennafélagi
og 1 frá kvenfélagi og samkvæmt lögum þess vegur oddvitaatkvæði
þyngst ef atkvæði falla jöfn. Húsvörður er Kristján Ágústsson,
Hólmum og sér hann um rekstur og hirðingu.
Húsráð 1986 var þannig skipað: Kristján Ágústsson frá Umf.
Dagsbrún formaður, gjaldkeri Magnús Finnbogason oddviti, aðrir
frá hrepp Eyvindur Ágústsson og Ragnar Guðlaugsson, Haraldur
Konráðsson frá Umf. og Guðrún Aradóttir frá kvenfélagi.
Húsráð 1987: Ingibjörg Marmundsdóttir, formaður frá Umf.,
gjaldkeri Magnús Finnbogason, aðrir frá hrepp Ragnar Guðlaugs-
son og Agnes Antonsdóttir, frá Umf. Guðbjörg Albertsdóttir, frá
kvenfélagi Eygló Kjartansdóttir.
Mikið samstarf og samvinna er milli félagsheimilis og skóla, þar
sem hvort tveggja er í sama húsi, er sú samvinna árekstralaus með
öllu.
Kirkjustarf
Allir Austur-Landeyingar eiga kirkjusókn að Krossi. Á Voðmúla-
stöðum er kapella sem er bændaeign, þar er messað einu sinni til
tvisvar á ári. Sóknarprestur er sr. Páll Pálsson, Bergþórshvoli.
Kirkjukór er sameiginlegur fyrir Austur- og Vestur-Landeyjar.
Söngstjóri og organisti er Haraldur Júliusson, Akurey. Kórfélagar
eru oftast 12.
Sóknarnefnd er þannig skipuð: Sigríður Erlendsdóttir formaður,
Viðar Marmundsson gjaldkeri, Sveinbjörn Benediktsson ritari.
Formaður kirkjukórs Austur-Landeyja er Guðlaugur Jónsson en
formaður kirkjukórs Vestur-Landeyja er Edda Karlsdóttir. Yfir
vetramánuðina æfir kórinn á viku til hálfsmánaðar fresti.
Ungmennafélagið Dagsbrún
Ungmennafélagið Dagsbrún var stofnað 1909. Skal hér drepið á
það helsta í starfsemi þess. Aðalfundur er haldinn fyrstu daga
janúar ár hvert. Ungmennafélagið stendur fyrir þorrablóti, sem
oftast er haldið síðustu helgina í janúar, fer því janúar mikið til í
æfingar og undirbúning.
Goðasteinn
155