Goðasteinn - 01.09.1988, Page 158
íþróttaæfingar eru einu sinni í viku. Við tökum þátt í íþrótta-
mótum svo sem H.S.K. mótum, Rangæingamótum og keppt er milli
Umf. Njáls í Vestur-Landeyjum og Dagsbrúnar árlega. Leikja-
námskeið er á sumrin í samvinnu við H.S.K.
Dagsbrún hefur nokkrum sinnum átt íþróttamann Rangárvalla-
sýslu sem Kiwanisklúbburinn Dímon útnefnir.
Tekjuöflun er m.a. dansleikur 16. júní og veitingasala við ýmis
tækifæri. Félagið sér um 17. júní hátíðarhöld, opið hús í Gunnars-
hólma á réttardagskvöldi og jólatrésskemmtun barnanna.
Stjórn 1986: Haraldur Konráðsson, Búðarhóli formaður, Úlfar
Albertsson, Skíðbakka gjaldkeri, Guðmunda Þorsteinsdóttir,
Borgareyrum ritari.
Stjórn 1987: Guðbjörg Albertsdóttir, Skíðbakka, formaður,
Harpa Jónsdóttir, Bakka gjaldkeri, Guðbjörg Viðarsdóttir, Svana-
vatni ritari.
Kvenfélagið Freyja
Stjórn 1986: Guðrún Aradóttir, Skíðbakka formaður, Gerður S.
Elimarsdóttir, Hólmum ritari, Guðlaug Valdimarsdóttir, Miðhjá-
leigu gjaldkeri.
Starfsemi félagsins 1986: Nýársfagnaður, 2 spilakvöld, góugleði,
vetrarfagnaður, séð um félagsvist skólabarna. Farin dagsferð með
ellilífeyrisþega, aðstoð við opið hús í Kirkjuhvoli, annast um ræst-
ingu í Krosskirkju og Voðmúlastaðakapellu. Farin fjölskylduferð í
Galtalæk, ferðalag í Stykkishólm og Flatey, námskeið í trésmíði og
leirmunagerð. Séð um veitingar við ýmis tækifæri (réttarkaffi,
fundarkaffi) o.fl.
Stjórn 1987: Eygló Kjartansdóttir, Borgareyrum formaður,
Guðlaug Valdimarsdóttir, Miðhjáleigu gjaldkeri, Gerður Elimars-
dóttir, Hólmum ritari.
Starfsemi 1987: Góugleði, 1 spilakvöld, vetrarfagnaður, félags-
málanámskeið og leirmunanámskeið. Farin dagsferð með ellilíf-
eyrisþega, fjölskylduferð í Merkurnes. Annast um ræstingu í Kross-
kirkju og Voðmúlastaðakapellu, aðstoð við opið hús í Kirkjuhvoli.
Séð um félagsvist skólabarna, 2 jólaföndurkvöld. Séð um veitingar
við ýmis tækifæri, (réttarkaffi, fundarkaffi) o.fl.
156
Goðasteinn