Goðasteinn - 01.09.1988, Side 159
Slysavarnadeildin Þróttur
Slysavarnadeildin Þróttur Austur-Landeyjum, var stofnuð 1938
og hefur starfað óslitið síðan. 1964 stofnaði Slysavarnadeildin
Þróttur og Slysavarnadeildin Báran í Vestur-Landeyjum sameigin-
lega björgunarsveit. Tækjakostur sveitarinnar var lítill fyrstu árin,
nema fluglínutæki sem Slysavarnafélag Islands afhenti sveitinni
við stofnun hennar.
Vorið 1980 byggðu deildirnar hús yfir starfsemi björgunarsveitar-
innar og hafa þær síðan verið að auka við tækjakost hennar og á
hún nú traustan bíl, fjórhjól, talstöðvar, farsíma og ýmis fleiri tæki
auk hlífðar-og ullarfatnaðar fyrir björgunarsveitarmenn.
Þess má geta að Austur-Landeyjahreppur og Kvenfélagið Freyja
í Austur-Landeyjum og fleiri félagasamtök hafa styrkt deildina
fjárhagslega, auk þess hafa félagsmenn aflað fjár með ýmsu móti
til að auka tækjakost björgunarsveitarinnar.
Núverandi stjórn Þróttar er þannig skipuð: Jón Einarsson,
Bakka formaður, Árni Erlendsson, Skíðbakka ritari, Bergur Páls-
son, Hólmahjáleigu gjaldkeri.
Formaður björgunarsveitarinnar: Þorsteinn Þórðarson, Sléttu-
bóli. Varaformaður: Tómas Kristinsson, Miðkoti.
Hrossaræktarfélagið árið 1986
Hrossaræktarfélag Austur-Landeyja, stofnað 1904. Félagið er
aðili að Hrossaræktarsambandi Suðurlands og starfar sem deild á
vegum þess. Félagsmenn eru 17. Félagið hefur til afnota 35-40 ha.
lands í Vatnshól. Stóðhestur félagsins 1986 var Töggur frá Eyjólfs-
stöðum á Völlum (leiguhestur). Hann var notaður á 14 hryssur.
Á árinu voru haldnir 3 stjórnarfundir, auk aðalfundar. Sóttur
aðalfundur Hrossaræktarsambands Suðurlands. Nokkrar vinnu-
stundir fóru í að gera við girðinguna.
Stjórn félagsins skipa: Albert Halldórsson, Skíðbakka formaður,
Eiður Hilmisson, Búlandi gjaldkeri, Viðar Marmundsson, Svana-
vatni ritari.
Árið 1987
Starfsemin á árinu var með sama sniði og undafarin ár. Stóð-
hestur félagsins 1987 var Blakkur 977 frá Reykjum í Mosfellssveit.
Goðasteinn
157