Goðasteinn - 01.09.1988, Page 160
Hjá honum voru 20 hryssur. Önnur starfsemi: Unnið við girðing-
una nokkrar vinnustundir, haldnir 4 stjórnarfundir, haldinn aðal-
fundur, sendir fulltrúar á aðalfund Hrossaræktarsambands Suður-
lands. Sama stjórn.
Nautgriparæktarfélag A-Landeyja
Stjórn: Pétur Guðmundsson, St.-Hildisey formaður, Ólafur
Bjarnason, St.-Hildisey gjaldkeri, Hörður Þorgrímsson, Lækjar-
hvammi ritari 1986, Agnes Antonsdóttir, Hólmahjáleigu ritari
1987.
1986 skýrsluhaldarar 14. Heilsárskýr: 266, meðalnyt 4091kg, fita
3,98%. Árskýr: 367, meðalnyt 4164 kg, kjarnf. 594 kg.
1987. Heilsárskýr: 253, meðalnyt 4119 kg, fita 3,98%. Árskýr:
373, meðalnyt 4177 kg, kjarnf. 640 kg.
Sauöfjárræktarfélagið Kyndill
Stjórn: Guðlaugur Jónsson, Voðmúlastöðum, formaður, Bergur
Pálsson, Hólmahjáleigu, gjaldkeri, Ólafur Bjarnason, St.-Hildisey,
ritari.
1985- 1986, félagsmenn 9 frá 8 býlum. Skýrslufærðar ær: 727
reikn. kjötþ. e.á., 23,8 kg.
1986- 1987, félagsmenn 9 frá 7 býlum. Skýrslufærðar ær: 704
reikn. kjötþ. e.á., 23,4 kg.
Stofnað 1972, hefur m.a. gengist fyrir rúningsnámskeiðum,
fræðslufundum og sauðfjársæðingum í hreppnum.
T , Fréttabréf
Kæru sveitungar!
Sjálfsagt er ykkur farið að lengja eftir að fá álagningarseðlana
með fasteignagjöldunum. Skýringin á því að þeir eru ekki komnir
fyrr, er sú að með þeirri breytingu sem varð með staðgreiðslu skatta
fær hreppurinn nú 'A hluta áætlaðra útsvara greitt beint frá ríkinu
á fyrri helmingi ársins. Því ákvað hreppsnefnd að seinka heldur
gjalddögum fasteignagjalda. Þeir verða nú 30. apríl með eindaga
15. maí og 30. júní með eindaga 15. júlí. Þá höfum við ákveðið að
þeir sem greiða fyrir eða á gjalddögum fái 4% afslátt þessara
gjalda.
158
Goðasteinn