Goðasteinn - 01.09.1988, Page 162
Eggert Haukdal:
Annáll úr Vestur-Landeyjum
Segja má að árið 1987 hafi verið hagstætt til búskapar. Vetur var
snjóléttur og mildur, sumarið óvenju þurrviðrasamt og hlýtt, svo að
þurrkur tafði fyrir grassprettu framan af í sendnum túnum. Sláttur
hófst þó um miðjan júní á nokkrum bæjum og gekk yfirleitt vel.
Hægt var að vinna alla jarðvinnu fram til áramóta, þar sem enginn
klaki var í jörð og tún græn fram yfir jól sem er óvenjulegt.
Kartöfluuppskera varð mjög góð eins og víðast hvar, en heldur
fækkar þeim bændum sem rækta kartöflur til sölu. Þá varð korn-
uppskera góð hjá þeim sem það ræktuðu. Haustið var milt og gott
að undanskildum frostkafla í október.
Uppskera jarðargróða samkvæmt forðagæsluskýrslu 1987:
Þurrhey; 53.704m3, vothey 2.048m3, kartöflur 1.265 tunnur og korn
138 tunnur.
Bústofn ásettur 1987: Kýr 479, kefldar kvígur 62, geldneyti 373,
ær 4.238, ásett lömb 779, hrútar 116, hross 937, tryppi 311, folöld
142, hænsni 52, svín 17, aliminkar 300 og alirefir 100.
Jarðabætur samkvæmt skýrslum 1987: Nýrækt 11,23 ha., endur-
ræktun túna 22,97 ha., kornakrar 4,0 ha., skurðir 104,252m3, dreift
var 146 tonnum af skeljakalki á tún og byggðar áburðargeymslur
1.056m3.
Byggingar: í Stíflu var byggt mjólkurhús og mjaltabás 70,2m2 við
fjósið. í Vestra-Fíflholti var lokið byggingu loðdýrahúss 889m2, sem
byrjað var á 1986. Einnig var hafin bygging íbúðarhúss í stað þess
gamla sem brann aðfaranótt 4. október. Lokið var við fjósbyggingu
á Strönd 302m2. Byrjað var á fjósbyggingu í Þúfu 429,6m2 með
mjólkurhúsi. Einnig eru í byggingu íbúðarhús í Berjanesi, Álfhóla-
hjáleigu og Vestri-'Ihngu, sem byrjað var á fyrir 1987.
160
Goðasteinn