Goðasteinn - 01.09.1988, Page 165
grannasveitarfélögin eins og heilsugæsla, slökkvistöð, tónlistar-
skóli og Dvalarheimilið Kirkjuhvoll, en samstarf sveitarfélaganna
hefur farið vaxandi á síðustu árum.
Rekstur fyrirtækja gekk með ýmsu móti á árinu. í upphafi árs
hætti Saumastofan Sunna rekstri sínum og olli það vissum erfið-
leikum í atvinnulífinu. Stræsti vinnuveitandi í sveitarfélaginu er
Kaupfélag Rangæinga sem hefur í sinni þjónustu um 110 starfs-
menn og var velta þess um 508 milljónir. Reksturinn gekk þokka-
lega á árinu og skilaði félagið lítilsháttar hagnaði. Allmörg önnur
fyrirtæki eru á staðnum og þau stærstu eru: Sláturfélag Suður-
lands, Prjónaver hf., Byggingafélagið Ás hf., Suðurverk hf. og
Austurleið hf. auk opinberra fyrirtækja eins og Landsbankans,
Sýslumannsembættisins, RARIK og Vegagerðarinnar. Sum þessara
fyrirtækja hafa annast verklegar framkvæmdir viða um land.
Félagsstarfsemi er mikil í hreppnum og mannlífið gott.
Ungmennafélagið Baldur
Ungmennafélagið Baldur skammstafað U.B.H. var stofnað 1928
og er því 60 ára á árinu 1988.
Félagið hefur tekið virkan þátt í íþróttastarfinu í sýslunni og utan
hennar. Undanfarin ár hefur félagið haft frjálsíþróttaþjálfara yfir
sumartímann, sem skilað hefur góðum árangri. Einnig er þjálfað
karate og körfubolti á vegum félagsins og hefur náðst góður
árangur í því starfi.
Stjórn félagsins 1987 skipa: Ingvar Helgason, formaður, Ragn-
hildur Ólafsdóttir, gjaldkeri, Sölvi Rafnsson, ritari, Kári Rafn
Sigurjónsson, varaformaður og Ástvaldur Óli Ágústsson, með-
stjórnandi.
Búnaðarfélag Hvolhrepps
Búnaðarfélag Hvolhrepps var stofnað árið 1885 og er því rúm-
lega 100 ára. í tilefni af 100 ára afmælinu stofnaði félagið skóg-
ræktarsjóð sem ætlað er að efla skógrækt í hreppnum.
Störf félagsins eru með hefðbundnum hætti. Félagið hefur unnið
að uppgræðslu á Emstrum í áraraðir. Þá á félagið nokkur stærri
landbúnaðartæki sem það leigir út til bænda.
Goðasteinn
163