Goðasteinn - 01.09.1988, Page 166
Stjórn félagsins skipa: Markús Runólfsson, formaður, Guð-
mundur Magnússon og Einar Valmundsson.
Kvenfélagið Eining
Kvenfélagið Eining, Hvolhreppi var stofnað 4. júlí 1926 og setti
félagið sér það mark og mið að stuðla að menningar- og mannúðar-
málum. Félagið hefur styrkt barnaheimilið, heilsugæslustöðina og
kirkjuna og annast hreinsun og fegrun læknaleiða í kirkjugarði.
Félagið tekur þátt í undirbúningi fyrir 17. júní ár hvert og stendur
að garðaskoðun hjá Hvolhrepp ásamt Búnaðarfélagi og Ung-
mennafélagi.
Það stendur fyrir ýmsum skemmtunum fyrir hreppsbúa, t.d.
heldur það páskabingó, jólatrésskemmtun barna og árshátíð
félagsins er opin öllum og venjan er að bjóða einhverju öðru félagi
heim. Farið er í leikhús á vetrum og ferðalög á sumrum.
Núverandi stjórn skipa: Brynja Bergsveinsdóttir, formaður,
Sigríður Magnúsdóttir, ritari og Inga Kristín Sveinsdóttir gjaldkeri.
Slysavarna- og björgunarsveitin Dagrenning
Starfsemi Dagrenningar hefur verið all nokkur á síðasta ári.
Helst hefur verið starfað að æfingum og fjáröflunum en sem betur
fer hafa útköll til björgunarsveitar verið fá.
Æfingar hafa verið þó nokkrar, bæði í sjó- og landbjörgun.
Einnig sá sveitin um skipulagningu samæfingar björgunarsveita
SVFÍ á Suðurlandi.
Helstu fjáraflanir voru gæsla á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,
þökulagning á íþróttavöll í Hvolsvelli og smölun á Emstrum.
Félagar í slysavarnardeildinni eru um 150. í björgunarsveitinni
eru um 80. Stjórn fyrir hvoru tveggja er sameiginleg. Hana skipa:
Guðmundur Magnússon, Hermann Einarsson, Arndís Sveins-
dóttir, Guðlaugur Friðþjófsson, Böðvar Bjarnason, Einar G.
Magnússon og Sveinn Isleifsson.
Leikfélag Rangæinga
Leikfélag Rangæinga var stofnað 18. janúar 1978 og í tilefni af
10 ára afmæli félagsins var ákveðið að setja upp eitthvert gott leik-
164
Goðasteinn