Goðasteinn - 01.09.1988, Page 167
rit. Þegar farið var að huga að húsnæði kom í ljós að ekki var um
auðugan garð að gresja. Þar sem félagsheimilið Hvoll er því miður
oft upptekið vegna íþrótta, þá varð úr að haft var samband við Ólaf
Ólafsson kaupfélagsstjóra um hvort hægt væri að fá afnot af hús-
næði saumastofunnar Sunnu, og var það auðfengið. Þá var farið að
huga að leikverki, og kom þá auðvitað ekkert annað til greina en
Saumastofan eftir Kjartan Ragnarsson.
Æfingar hófust svo í byrjun október undir stjórn Ingunnar
Jensdóttur, og var æft þrisvar í viku fram í desember en þá var tekið
jólafrí. Síðan var hafist handa af fullum krafti strax eftir áramót,
og frumsýnt 21. janúar fyrir fullu húsi.
Sýningar urðu alls 15 og var þeim mjög vel tekið, og uppselt á þær
allar. Alls tóku 18 manns þátt í sýningunni, þar af voru 9 leikarar
og tveir hljóðfæraleikarar. Einnig tók leikfélagið að sér að skemmta
á tveimur árshátíðum og kom þar fram með atriði úr Saumastof-
unni við góðar undirtektir.
Aðalfundur leikfélagsins var haldinn þriðjudaginn 27. september
síðastliðinn. Ákveðið var að setja upp annað leikverk, en erfitt er
að finna leikrit með fáum karlhlutverkum því karlmannsleysi háir
leikfélaginu mjög mikið.
Að lokum vill svo leikfélagið þakka öllum þeim sem veittu stuðn-
ing og aðstoðuðu félagið við uppsetningu Saumastofunnar.
Kiwanisklúbburinn Dimon
Kiwanisklúbburinn Dímon var stofnaður 10. janúar 1976. Starf-
svæði klúbbsins er allt Rangárþing. Klúbburinn dregur nafn sitt af
fjallinu Stóru-Dímon sem er á Markarfljótsaurum. Klúbburinn
hefur haldið tryggð við fjallið, og fara félagar árlega í uppgræðslu-
ferðir þangað.
Stofnfélagar voru 25. Fljótlega gekkst klúbburinn fyrir nám-
skeiðum í fundarsköpum og ræðumennsku, sem kom að góðum
notum til að skapa ákveðna festu í fundarhöldum, og gera félagana
hæfari i að tjá hug sinn til umræðuefnis þess sem tekið er fyrir í það
og það skiptið. Forseti fer með æðsta embætti klúbbsins og stjórnar
hann öllum fundum hans. Honum til aðstoðar í stjórn eru: Kjör-
forseti, sem eins og nafnið bendir til tekur við embætti forseta
Goðasteinn
165