Goðasteinn - 01.09.1988, Síða 168
næsta starfsár, ritari, féhirðir og gjaldkeri, auk 3ja meðstjórnenda,
5 fastanefndir eru starfandi, og svo séð um að allir félagar sitji í
einhverri nefndanna. í styrktarsjóð klúbbsins rennur allt það fé sem
félagarnir safna með sölu til almennings, til dæmis sælgæti, flug-
eldum og auglýsingum. Sjóðurinn er síðan notaður til styrktar
hinum ýmsu málefnum sem teljast styrkhæf að mati styrktar-
nefndar og stjórnar. Þar að auki hafa félagar lagt fram vinnu þegar
svo ber undir.
Of langt yrði að telja upp öll styrktarmálefnin sem framkvæmd
hafa verið, en þau eru orðin æði mörg. Aðeins skal minnast á þau
helstu: Styrkir til Stórólfshvolslæknishéraðs, Slysavarnardeildar-
innar Dagrenningar, Björgunarsveitar Landeyja, Heilsugæslu-
stöðvar á Hvolsvelli, Ungmennafélagið Baldur, Tónlistarskóla
Rangæinga, Stórólfshvolskirkju, Dvalarheimili Kirkjuhvols,
Barnaskóla V-Landeyja, Barnaheimilisins Hvolsvelli og til Elínar
Óskar Óskarsdóttur vegna söngnáms hennar. Endurskinsmerki
hafa og verið gefin til barnaheimila sýslunnar. Auk þess hefur
klúbburinn árlega veitt afreksfólki í íþróttum i Rangárþingi verð-
laun. Fleiri mætti nefna, en þetta gefur nægilega skýra mynd af
styrktarmálefnum klúbbsins.
Fundir eru haldnir hálfsmánaðarlega yfir veturinn, auk stjórnar-
og nefndafunda einu sinni í mánuði. Núverandi stjórn skipa:
Sigurður Sigurðsson, forseti, Guðmundur Jónsson, ritari, Guð-
finnur Guðmannsson, féhirðir, Sæmundur Árnason, gjaldkeri, auk
3ja meðstjórnenda.
166
Goðasteinn