Goðasteinn - 01.09.1988, Page 169
Ragnhildur Sveinbjarnardóttir:
Annáll ársins 1987
Flj ótshlíðarhreppur
Árið 1987 var einstakt góðæri hér í sveit hvað veðurfar snerti eins
og almennt á Suðurlandi. Janúar var mjög mildur, snjóaði í byrjun
febrúar. í mars voru talsverðir umhleypingar, frost fór yfir -h 10° en
rigndi þess á milli. Um miðjan apríl gerði hret og hélst það út
mánuðinn og 1. maí var mikill lausasnjór, sem tók þó fljótt upp.
25. maí varð snarpur jarðskjálfti hér um slóðir sem mældist 5,8
stig. Munir duttu úr hillum hér og þar, en lítið tjón varð hér í Fljóts-
hlíð. Vorið var gott en fremur þurrt. Sláttur hófst um 20. júní og
25.—27. var mikið hey hirt í sveitinni. Heyskapartíð sérstaklega góð
í júlí og ágúst og var slætti víðast lokið um miðjan ágúst. Uppskera
garðávaxta var mjög góð og viðraði vel til haustverka í september.
í byrjun október gerði talsvert frost og snjóaði, en eftir það var
mjög blíð tíð allt til jóla. Til marks um það þá voru teknar upp
kartöflur um miðjan desember sem urðu eftir niðri í september og
blóm sáust útsprungin í görðum.
Fimm bændur ræktuðu korn auk tilraunastöðvarinnar á Sáms-
stöðum og þroskaðist það vel.
Heyfengur sumars 1987 varð: 54.563 hestburðir, kartöflur 4.045
tunnur, korn 132 tunnur, gulrófur 500 tunnur. Innlögð mjólk
1.415.272 lítrar.
Fargað var 7.342 kindum hjá S.S. á Hvolsvelli. Þar af voru 6.446
dilkar. Meðalvigt þeirra 14,4 kg. Heildarverðmæti 29.540.000,- kr.
Bústofn 1987: Kýr 515, geldneyti og kálfar 404, ær 5.225,
gemlingar 947, hross 523, hænur 130, refalæður 138, kanínur 100,
refir 35.
Goðasteinn
167