Goðasteinn - 01.09.1988, Page 170
Framkvæmdir í hreppnum: Byggð var hlaða á Kirkjulæk, minka-
hús á Efri-Þverá og hesthús í Árnagerði. Byggt var við leitarmanna-
kofa á Einhyrningsflötum. Sumarbústaðir risu tveir í landi Hlíðar-
bóls, einn í Hallskoti og einn í Butrulandi. Hafin var bygging
íbúðarhúss á Lambalæk. Hlíðarvegur var endurbyggður frá Kirkju-
læk að Deild og eru það um 3 km. Gerðir voru vegir upp að Kirkju-
læk, Kirkjulækjarkoti og Heylæk. Einnig voru endurbyggðar og
styrktar fyrirhleðslur við Markarfljót.
Félagsstarf: Ungmennafálagið Þórsmörk varð 70 ára 15. nóvem-
ber og einkenndist starfsemin nokkuð af því. í tilefni afmælisins
setti félagið upp leikritið „Jói” eftir Kjartan Ragnarsson. Sýningar
urðu alls 12 og var verkinu mjög vel tekið. Alls unnu að þessu
25—30 manns. Leikstjóri var Ingunn Jensdóttir. Hinn árlegi álfa-
dans var haldinn 3. janúar. Félagar gróðursettu trjáplöntur í
sveitarskóginum í Tunguásnum eins og undafarin ár. 17. júní
hátíðarhöld voru með hefðbundnu sniði í samvinnu við kvenfélag
og hestamenn.
Félagið tók þátt í Rangæingamóti við Gunnarshólma og varð
árangur ágætur. íþróttaæfingar fóru fram vikulega að vetrinum og
Ingvar Helgason þjálfaði félagsmenn í útiíþróttum sl. sumar.
Hannaðir voru félagsbúningar á árinu og 80 stk. framleidd.
Afmælishátíð var svo haldin 5. des. við fjölmenni. TVeir voru gerðir
að heiðursfélögum við það tækifæri, Bogi Nikulásson og Magnús
Einarsson. í stjórn félagsins eru: Guðmundur Svavarsson form.,
Ingibjörg Sigurðardóttir ritari og Sigurður Eggertsson gjaldkeri.
Kvenfélag Fljótshlíðar starfaði á hefðbundinn hátt. Hélt góu-
fagnað, 17. júní hátíð ásamt ungmennafélagi, baðstofukvöld og
jólaskemmmtun fyrir börn. Námskeið voru í postulíns- og gler-
málun og jólaföndri. Kökubasar var og kaffiveitingar við ýmis
tækifæri. Konur heimsóttu Kirkjuhvol í byrjun árs. Þrifu kirkjur
fyrir stórhátíðar og kirkjugarða á sumrin.
í stjórn: Guðrún Sæmundsdóttir, Árkvörn, formaður, Jónína
Guðmundsdóttir, Teigi, ritari og Ingibjörg Halldórsdóttir, Breiða-
bólstað, féhirðir.
Kirkjukór Fljótshlíðar hefur starfað vel á árinu. Stjórnandi hans
er Margrét Runólfsson. Æfingar eru oftast vikulega og söngfólk
168
Goðasteinn