Goðasteinn - 01.09.1988, Síða 171
um 20 manns. Kórinn söng við allar kirkjuathafnir hér, einnig 17.
júní og á afmælishátíð ungmennafélagsins. Keypt var rafmagns-
orgel í Goðaland með öðrum félögum í hreppnum. Heimsóttur
Kirkjuhvoll, dvalaheimili aldraðra í byrjun árs og á páskadag.
Prófastur Sváfnir Sveinbjarnason og kórinn heimsóttu söfnuð
Skarðskirkju í Landssveit og hlutu þar höfðinglegar móttökur. Sr.
Hannes Guðmundsson í Fellsmúla og kór Skarðskirkju endurguldu
svo heimsóknina fyrsta sunnudag í aðventu og héldu guðsþjónustu
að Breiðabólstaðarkirkju.
í stjórn kórsins eru: Jón Ólafsson, Kirkjulæk formaður, Ingi-
björg Halldórsdóttir og Guðmundur Svavarsson.
Fjárræktarfélagið Hnífill var með 1122 ær á skýrslum. Þær
skiluðu 26,6 kg. af kjöti eftir á með lambi. Mestar voru afurðir hjá
Eggert Pálssyni á Kirkjulæk, 29,3 kg eftir 140 ær og Jens Jóhanns-
syni Teigi, 29,2 kg eftir 227 ær.
Félagið fór í skoðunar- og skemmtiferð að Hesti og Hvanneyri sl.
vor. Formaður félagsins er Jens Jóhannsson, Teigi, ritari Kristinn
Jónsson, Staðarbakka, gjaldkeri Garðar Halldórsson, Lambalæk.
Á hrútasýningu í sveitinni voru sýndir 82 hrútar. Bestur varð
Leggur Árna Jóhannssonar, Teigi og hlaut hann bikar fjárræktar-
félagsins. 7 hrútar voru valdir á héraðssýningu er haldin var í Teigi
og fengu 5 heiðursverðlaun og 2, 1. verðlaun A.
Flj ótshlíðardeild hestamannafélgsins Geysis hélt sýningu á
gæðingum 17. júní. 35 hestar voru sýndir. í unglingaflokki vann
Ágústa Loftsdóttir, Torfastöðum 1. verðlaun á Tinnu, eink. 8,03.
Annar varð Ólafur Rúnarsson, Torfastöðum á Tjaldi, eink. 8,0.
Eldri flokkur:
1. Snerra, eigandi Guðjón Steinarsson, Árnagerði, eink. 8,43.
2. Litli-Þröstur Árna Jóhannssonar, Teigi, eink. 8,40.
3. Fengur Steinars Magnússonar, Árnagerði, eink. 8,26.
Formaður deildarinnar er Jens Jóhannsson.
Ferðamál: í Smáratúni er starfrækt ferðaþjónusta, farfugla-
heimili er í Fljótsdal og sumarbústaður kvenfélgsins Butruenni er
leigður út sumarmánuðina.
íbúatala hreppsins var 241. Fædd börn á árinu voru fimm og sjö
börn voru fermd í Breiðabólsstaðarkirkju á hvítasunnudag.
Goðasteinn
169