Goðasteinn - 01.09.1988, Síða 175
Sigurbjartur Guðjónsson:
Annáll úr Djúpárhreppi 1987
Árið hófst með haflægum áttum, og var meðalhiti jan.—febr.
+ 1,3°. Mars líktist frekar vetri og var meðalhiti 0,4°. Veðrið í apríl
og maí undirbjó gróðurinn vel með hagstæðri tíð. í júní var meðal-
hiti +10,3° og má leita langt eftir þvílíku. Góður hiti og hæfilegur
raki mánuðina júlí til september gerði sumarið afburða gróðursælt.
Um miðjan október fór hiti fyrst undir frostmark á haustinu, en í
nóvember og desember var hiti langt umfram venju og voru 4 frost-
dagar í desember. Einkenni veðurfarsins að öðru leyti var einmuna
hægviðri. 15 daga ársins mun vindhraði hafa farið yfir 7 vindstig.
Svo sem að likum lætur, var jarðargróði allur í hámarki. Gras-
spretta ágæt og nýting góð. Bygg þroskaðist bráðvel, en því var að
líkindum sáð í vel á annað hundrað ha. Af því var nær ekkert upp-
skorið, þar sem kaupandi fannst enginn. Höfrum var sáð í álíka
stórt land og byggi, og döfnuðu vel, en þeir eru látnir deyja úti á
akrinum til landbóta. Kartöfluuppskera var með eindæmum og
hefir ekki áður skeð að ræktendur þyrftu að skilja akra eftir óupp-
skorna vegna skorts á geymslum. Það er kaldhæðni að sökum
mannlegra takmarkana hafa mál skipast þannig að afrakstur
þessarar afbragðsmiklu uppskeru verður með þeim hætti að stór
fjárhagslegur hnekkir hjá framleiðendum er í sjónmáli.
Kvikfé til frálags skilaði góðum fallþunga.
Lokið var á árinu lagningu seinna lags klæðningar á Ásveg í
Þykkvabæ og á alla sýsluvegi í hreppnum, svo og heimreiðir, sem
eru í framhaldi af vegum með bundnu slitlagi, svo og á hlöð. Er þar
miklum áfanga náð til hagræðis og þekkilegra umhverfis. Heildar-
kostnaður hreppsfélagsins var kr. 4.800.000,-.
í hreppnum eru 54 bújarðir. Á 43 er stunduð kartöflurækt og var
uppskera í ár 6.490 smálestir. Á 33 bæjum eru 628 hross, 106 hestar,
270 hryssur, 159 tryppi og 93 folöld. Á 15 bæjum eru 1.498 kindur,
Goðasteinn
173